Stefna á að selja íslenskan lax í Asíu

0
84

Agnes Guðmundsdóttir segir mikil tækifæri í sölu íslenskra eldisafurða í Asíu.

Icelandic Asia er nú í startholunum með sölu og markaðssetningu íslensks eldislax í Asíu. Agnes Guðmundsdóttir, starfsmaður í markaðs og vöruþróun, segir í Morgunblaðinu gífurleg tækifæri í markaðssetningu og sölu íslenskra eldisafurða í Asíu.

Framleiðsla eldisafurða á Íslandi hefur vaxið hratt undanfarin ár og má búast við frekari vexti á komandi árum.

Agnes, sem flutti nýverið til Japans, segir að staða íslenskra sjávarafurða sé góð í Asíu hvort sem litið er til Japans, Suður-Kóreu, Taívan eða Kína. „Það er mikil eftirspurn eftir okkar vörum. Við erum alltaf að keppast við að tryggja bestu gæði og við erum mjög framarlega á því sviði. Íslenskar sjávarafurðir eru með jákvætt orðspor í Asíu vegna áreiðanleika í gæðum“

Nánar er rætt við Agnesi í Morgunblaðinu í dag.