8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Stefnir í átök hjá Samfylkingunni?

Skyldulesning

Oddný Harðardóttir þingflokksformaður, Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður og Logi Einarsson …

Oddný Harðardóttir þingflokksformaður, Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það gerir einnig Jóhann Páll Jóhannsson fyrrverandi blaðamaður á Stundinni.

Kjarninn greindi fyrst frá framboði Kristrúnar og Fréttablaðið frá framboði Jóhanns.

Bæði hafa þau staðfest að þau sækist eftir sæti ofarlega á lista.

Samfylkingin fékk einn þingmann í Reykjavík suður og einn í Reykjavík norður kjörinn í síðustu Alþingiskosningum.

Fyrir eru Helga Vala Helgadóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson oddvitar og þingmenn Samfylkingarinnar sitt í hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 

Helga Vala Helgadóttir laut í lægra haldi í varaformannsslagi Samfylkingarinnar á landsfundi í síðasta mánuði gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Ekki er vitað hvort að Heiða hyggist gefa kost á sér á lista til Alþingiskosninga. Fyrir er Heiða borgarfulltrúi.

Ný aðferð við val á lista

Samfylkingin mun styðjast við nýja aðferð við val á lista. Hún hefur ekki verið notuð áður hjá Samfylkingunni en Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur stuðst við svipaða aðferð. 

Sumir kalla hana hana „sænsku leiðina“ enda þekkt í Svíþjóð. Forval mun fara fram þar sem framkvæmd verður ráðgefandi skoðanakönnun meðal flokksmanna. Frambjóðendum verður síðan skipt upp í flokka og uppstillingarnefnd tekur að stilla upp innan hvers flokks.

Ungliðar vilja Ágúst út

Samkvæmt heimildum mbl.is vill hópur ungliða ekki að Ágúst Ólafur Ágústsson haldi oddvitasæti sínu í Reykjavíkurkjördæmi suður og vinna að því að koma honum frá. Ungliðar tefla fram Aldísi Mjöll Geirsdóttur, alþjóðaritara og málefnastýru ungra jafnaðarmanna og Jóhanni Páli sem vann þangað til fyrir stuttu fyrir þingflokk Samfylkingarinnar.

Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, hefur áður lýst því yfir að Samfylkingin þurfi fleiri konur í oddvitasæti og að ummæli Ágústs Ólafs í garð Katrínar Jakobsdóttur sem kennd voru við kvenfyrirlitningu minni á kynferðislegt áreiti sem hann varð uppvísa af fyrr á kjörtímabilinu og að slíkt hljóti að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar.

Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar.

— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020

Innlendar Fréttir