10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Stefnir í mestu markaþurð Ronaldo í áratug

Skyldulesning

Það er markaþurð hjá Cristiano Ronaldo framherja Manchester United sem hefur ekki skorað í fjórum leikjum í röð.

Þessi öflugi framherji frá Portúgal fagnaði 37 ára afmæli sínu um helgina. Ronaldo og félagar mæta Burnley á morgun, skori Ronaldo ekki þar er um að ræða mestu markaþurð hans í meira en áratug.

Ronaldo skoraði síðast þann 30 desember gegn Burnley sem eru andstæðingar United á morgun.

Ronaldo hefur mistekist að skora gegn Wolves, Brentford, West Ham og Middlesbrough en hann klikkaði á vítaspyrnu í bikartapi á föstudag.

Ronaldo skoraði ekki í fimm leikjum í röð fyrir Real Madrid árið 2010 en síðan þá hefur svona markaþurð ekki sést á þeim bænum.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir