5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal

Skyldulesning

Það stefnir allt í ótrúlega endurkomu Jack Wilshere til Arsenal ef marka má veðbanka á Englandi. Enski miðjumaðurinn er án félags.

Wilshere yfirgaf Arsenal fyrir rúmum tveimur árum og gekk í raðir West Ham þar sem hann fann sig ekki.

Eins og svo oft áður var þessi 28 ára gamli leikmaður talsvert meiddur en hann sagðist heldur ekki hafa fundið sig hjá svona litlu félagi eftir dvölina hjá Arsenal.

Wilshere ólst upp hjá Arsenal og nú telja veðbankar að hann sé að snúa aftur en líkurnar á því eru ansi miklar.

Wilshere var nálægt því að semja við Rangers í Skotlandi en nú stefnir í endurkomu sem fáir sáu í kortunum.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir