-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Stefnt að aldurstakmarki á nikótínpúðum

Skyldulesning

Nikótínpúðar njóta vinsælda hjá yngri kynslóðinni en til stendur að …

Nikótínpúðar njóta vinsælda hjá yngri kynslóðinni en til stendur að setja aldurstakmark á notkun þeirra.

mbl.is/Arnar Þór

Lagt er til að einstaklingum undir 18 ára verði óheimilt að kaupa og selja nikótínpúða í frumvarpsdrögum heilbrigðisráðherra sem nú eru til umsagnar á vef Samráðsgáttar.

Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um aldurstakmark fyrir kaupum og sölu á nikótínvörum og þegar gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Einnig er lagt til að óheimilt að hafa á umbúðum nikótínvara texta eða myndmál sem geti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna, m.a. með myndskreytingum eða slagorðum og hvatt til neyslu þeirra en sama gildir í dag um rafrettur og áfyllingar fyrir þær.

Einnig er lagt til að tryggt verði að nikótínvörur séu staðsettar þar sem börn ná ekki til. Þá er Neytendastofu heimilað að krefjast þess að framleiðendur eða innflytjendur nikótínvara veiti upplýsingar um tiltekna hluta vörunnar og innihald hennar, auk þess að leggja fram sýnishorn af vöru í því magni sem nauðsynlegt er til að meta eiginleika hennar og áhrif. 

Innlendar Fréttir