Stefnt að sameiginlegum keppnisvelli Keflavíkur og Njarðvíkur – Vísir

0
131

Sport

Stefnt að sameiginlegum keppnisvelli Keflavíkur og Njarðvíkur Hjörvar Ólafsson skrifar 20. apríl 2023 13:47

Svona mun íþróttasvæði Keflavíkur og Njarðvíkur líta út nái áætlanir fram að ganga.  Mynd/aðsend Skýrsla starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ var kynnt fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudaginn fyrr í þessari viku. Þar kemur fram að stefnt sé að framkvæmdum upp á fimm milljarða í bænum og þar á meðal sameiginlegum keppnisvelli Keflavíkur og Njarðvíkur í fótbolta. Víkurfréttir fjalla um málið.

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áform um það að bæta aðstöðu Keflavíkur og Njarðvíkur með fimm milljarða framkvæmdum á næstu sjö árum. Þar á meðal er stefnt að byggingu sameiginlegs keppnisvallar fyrir fótboltalið Keflavíkur og Njarðvíkur. 

Stjórnir knattspyrnudeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa tekið vel í þau áform en samstarfsvilji kemur fram í yfirlýsingum sem undirrituð er af forsvarsmönnum beggja deilda. 

Keppnisaðstaða beggja félaga verður við Afreksbraut og sameiginlegur keppnisvöllur staðsettur fyrir aftan Reykjaneshöll. Þannig verði núverandi æfingavelli breytt í fullbúin keppnisvöll fyrir Njarðvík og Keflavík sem tekur allt af 4000 manns í sæti. 

Þar er gert ráð fyrir búningaaðstöðu, félagsaðstöðu og skrifstofum fyrir báðar deildir og lyftingarsal. 

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið