Stein­boginn yfir Flögu­fossi hrundi – Vísir

0
59

Stein­boginn yfir Flögu­fossi hrundi Heimamenn í Breiðdalsvík tóku eftir því að steinboginn yfir Flögufoss er hruninn. Boginn var talinn afar fallegur og vinsæll hjá ferðamönnum.

Austurfrétt greindi fyrst frá.

Hrafnkell Hannesson, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Breiðdalsvík syrgir bogann en hann hefur fylgst vel með fossinum í áratugi.

„Þetta var mjög fallegt og vinsælt myndefni. Það er missir af boganum sem setti mikinn svip á fossinn. En fossinn er enn þá fallegur,“ segir Hrafnkell.

Fossinn virðist ekki hafa þolað leysingarnar.Rannsóknarsetur HÍ á Breiðdalsvík. Á veginum yfir Breiðdalsheiði liggur slóði að Flögufossi. Fossinn er 60 metrar á hæð og staðsettur í hinni fornu megineldstöð Austurlands. Fyrir ofan fossinn er minni foss sem rann í gegnum steinbogann.

Þoldi ekki leysingarnar Í þúsundir ára rann fossinn sína leið, vinstra megin við núverandi farveg. Samkvæmt Hrafnkeli var vinkilbeygja á honum. En það breyttist fyrir um 30 árum síðan. „Það var brík fyrir og á endanum boraðist vatnið í gegn,“ segir hann.

Steinboginn myndaðist fyrir 30 árum síðan.Visit Austurland Ekki er vitað nákvæmlega hvenær steinboginn hrundi en heimamenn gera ráð fyrir að það hafi verið í leysingunum í vor. „Það snjóaði mikið í vetur, um það leyti þegar snjóflóðin féllu á Neskaupstað. Svo rigndi í það. Okkur heimamönnum grunar að þetta hafi verið of mikið fyrir fossinn og kannski komið stífla í hann,“ segir Hrafnkell.