6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi

Skyldulesning

Íslenska kvennalandsliðið er skrefi nær því að fara beina leið inn á Evrópumótið með sigri á Ungverjalandi ytra í dag.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom íslenska liðinu yfir með glæsilegu marki um miðbik síðari hálfleik. Íslenska liðið hafði verið sterkari aðili leiksins fram að þessu.

Berglind tók vel á móti knettinum og snéri sér að marki og lét vaða, óverjandi skot sem markvörður Ungverjaland átti aldrei séns í.

Sigur Ísland var aldrei í hættu eftir þetta og sigurinn mikilvægi í höfn sem ætti að koma liðinu inn á Evrópumótið.

Ísland endar riðil sinn með 19 stig og er í öðru sæti. Það gæti komið í ljós í kvöld hvort það dugi íslenska liðinu að komast beint inn Á EM þegar flestir riðlar klárast, einn riðill klárast hins vegar ekki fyrr en í febrúar og þar gæti Ísland þurfta að bíða eftir niðurstöðu. Allar líkur eru á að þetta dugi liðinu til að komast beint inn á Evrópumótið.

Þrjú bestu liðin í öðru sæti fara beint inn á Evrópumótið en sex lið fara í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram 2022.

JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ

— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir