8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Stelpurnar fljúga upp listann

Skyldulesning

Ísland er í 16. sæti á síðasta heimslista FIFA árið 2020 og fer liðið upp um þrjú sæti á milli lista.

Síðast gaf FIFA út lista 14. ágúst og hefur liðið leikið fimm leiki síðan þá. Ísland hefur unnið þrjá af þeim, gert eitt jafntefli og tapað einum. Liðið vann Lettland, Ungverjaland og Slóvakíu, gerði jafntefli gegn Svíþjóð á Laugardaslvelli og tapaði svo fyrir Svíum í Gautaborg.

Með þessum árangri tryggðu stelpurnar sér sæti á EM 2022 sem fer fram á Englandi.

Bandaríkin sitja áfram í toppsætinu en Þýskaland, Frakkland, Holland og Svíþjóð koma þar á eftir. KSÍ leitar nú að þjálfara fyrir liðið en Jón Þór Hauksson lét af störfum á dögunum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir