4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Stelpurnar hans Þóris rúlluðu yfir Þýskaland

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Úr leiknum í dag
Úr leiknum í dag
vísir/Getty

Noregur átti ekki í neinum vandræðum með Þýskaland í stórleik dagsins á EM kvenna í handbolta sem fram fer í Danmörku þessa dagana.

Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð mótsins og var búist við hörkuleik í dag. Það varð þó ekki raunin þar sem þær norsku voru miklu mun öflugri.

Noregur vann nítján marka sigur, 23-42, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 14-22.

Nora Mork var allt í öllu í liði Noregs, skoraði 12 mörk úr 15 skottilraunum. Næst á eftir henni í markaskorun var Camilla Herrem með sjö mörk.

Noregur þar með komið áfram fyrir lokaumferðina en þar mæta þær Rúmenum.

Innlendar Fréttir