8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Stemningin góð í óværulausum jólatrjáaskóginum í Hamrahlíð

Skyldulesning

Innlent

| Morgunblaðið
| 12.12.2020
| 7:37

Skógarkonur Elísabet Kristjánsdóttir, framar, og Kristín Davíðsdóttir íHamrahlíð í gær …

Skógarkonur Elísabet Kristjánsdóttir, framar, og Kristín Davíðsdóttir íHamrahlíð í gær við undirbúning fyrir söluna sem verður um helgina.

mbl.is/Eggert

„Skógurinn í Hamrahlíð er afar fallega sprottinn og trén þar óværulaus,“ segir Björn Traustason, formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.

Stafafura og svo blágreni og sitkagreni eru þær tegundir sem mestra vinsælda njóta. Býðst fólki að velja sér og fella tré í Hamrahlíðinni, sem er í hlíðum Úlfarsfells við Vesturlandsveg.

Þar verður um helgina opið milli 12 og 16 og virku dagana fram til jóla fram til klukkan 18. Í gær var verið að undirbúa sölu helgarinnar og glatt á hjalla meðal skógarfólks. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir