5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Steríótýpur

Skyldulesning

Ég elska alhæfingar og tel það vera ákveðna tegund af list, þó er munur á staðhæfingu og alhæfingu en ég er ekki kominn nógu langt í heimspekini til að skilgreina á milli, lengi hafa þær farið í taugarnar á mér en einungis vegna þess að ég er að pirra mig á þröngsýni og hroka annara en ég kýs frekar að hlægja og hugsa heldur en að grenja og kvarta. Ég vill meina að hægt sé að flokka allt fólk inn í þessa ramma á einhvern hátt, en ég skipti þessu í tvær megintýpur, venjulega fólkið og sérstaka fólkið. Ég elska að triggera fólk og því nota ég mest móðgandi alhæfingarnöfnin, nöfn sem eru notuð til þess að pirra, ég er persónulega á móti því að fólk taki orðum alvarlega, orð eru ekki hlutstæð og eru því með persónulega meiningu, þegar fólk tekur víðtækum orðum alvarlega og vill banna þau gefur það þeim meira bit og því er það eins og að skjóta sjálfann sig í fótinn þegar þú segjir einhverjum sem elskar að pirra að hætta að nota ákveðin orð, orð eru ofmetin og fólk á að meiga nota þau eins og það vill þar sem þú sem hlustandi ræður hvernig þú tekur við þeim, ætlaru að hlægja eða ætlaru að gráta?

Sérstaka fólkið

Sérstaka fólkið er fólkið sem á erfiðara með að koma sér fyrir, það hópar sér saman og talar um hluti sem gefa venjulega fólkinu hausverk.

Sveitalubbinn

Sveitalubbinn elskar að rúnta um á hilux eða subaru og hlusta á bubba eða hart teknó, Þessi týpa gengur oftar en ekki um í lopapeysu og stígvélum og getur þambað áfengi á methraða og borða ógeðslegann gamaldags mat og montar sig af því. Það besta við þessa steríótýpu er að hún skammast sín ekki, hún er stolt af landi sínu og þjóð og heldur engu aftur, hún kann að njóta og sér ekki tilganginn í að flækja hlutina of mikið,  þú finnur þetta fólk allstaðar úti á landi þar sem þeir bæði alast upp og fjölga sér. Ég persónulega elska fátt meira heldur en að djamma með alvöru sveitalubba og hlusta á hann röfla yfir pólitík.

Hasshausinn

Seinni týpan sem fellur undir sérstaka fólkið er hasshausinn. Ég sjálfur fell undir þennan flokk, þegar ég tala um hasshausa er ég ekki að tala um fólk sem reykir hass, heldur er ég að tala um fólk sem er utan við sig og er alveg sama um litlu hlutina því það er of upptekið af stóra samhenginu, þessi týpa elskar að horfa á youtube og senda linka á vini sína af einhverju sem bara þeim þykir merkilegt, hún heillast af hugmyndum og heimildarefni. Þessi týpa vill ekki láta skilja sig, hún skilur ekkert sjálf því hún skilur ekki skilning, skilur ekki hvernig fólk getur þykst skilja þegar við erum ekkert nema lítil sandkorn í frekar stórum sandkassa og munum aldrei vita neitt um sandkassann. Hún finnur sér áhugamál sem þarfnast sköpunarkrafts og sjálfstæði því  hún hatar að láta segja sér til og þolir ekki kerfið.

Njörðurinn

Njörðurinn elskar fantasíur og meira xp, mig hefur alltaf langað að vera þar en ég er of mikill hasshaus til að nenna tölvuleikjum og skáldsögum, þessi týpa er mjög svipuð og hasshausinn að mörgu leiti en er minna fyrir að tala og meira fyrir að hugsa. Semsagt meiri introvert og líkt og hasshausinn er hún oft með faldna greind sem þær vilja ekki nota í hluti sem kitla ekki áhugavöðvann. Hún skilur ekki raunveruleikann og snýr því frekar athyglinni sinni að tölvuveruleika eða bókaveruleika þar sem skilningur skiptir meira máli heldur en hegðun. Þetta eru týpur sem þurfa ekki mikið meira en góða tölvu og fullann ísskáp af coca-cola. Hlutir eins og vinsæld, athygli og flott heimili skipta ekki máli í heila nördans, þeir fýla ekki óhlutlæg hugtök og veita þeim ekki athygli ólíkt venjulega fólkinu sem skilur bara einfaldlega nóg.

Venjulega fólkið

Venjulega fólkið það fellur inn í hópinn, það nýtir tækifærin og fer beinu leiðina í lífinu. Mér hefur alltaf liðið eins og ég passi hvorki inn hjá venjulega fólkinu né furðulega fólkinu en ég tengi samt við bæði. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ákveðna fordóma fyrir þessum týpum en ég geri mitt besta að halda þröngsýninni og neikvæðninni í skefjum.

Fótboltafagginn

Fótboltafagginn er bestur, hann er með brjálað keppniskap og er fljótur að læra. Ég er alls ekki einungis að tala um fótboltafólk en ég elska þetta nafn vegna biturleikans sem fylgir, oftar en ekki fylgist þetta fólk með fótbolta þannig mér finnst það passa nógu vel. Munurinn á honum og nördanum er sjálfstraustið og viljastyrkurinn, nördinn skilur betur en fótboltafagginn er líkamlega og andlega sterkari, þessvegna kemur hann sér betur fyrir í samfélaginu. Þetta er fólk sem oftar en ekki nær sér í maka í kringum tvítugt og finnur sér hentugt nám og prílar upp stiga atvinnulífsins. Narsisismi ríkir í þessum þjóðflokki en fótboltafagginn elskar ekki bara samfélagið hann dýrkar það, hann á það.

Farðaskvísan

Hér hef ég minnstu reynsluna og hef lítið náð að skilja farðaskvísuna, hún elskar að tala um fólk og elskar útlit og fegurð. Þetta er fólk sem elskar kvenleikann jafn mikið og fótboltafagginn og sveitalubbinn elska karlmennskuna, ég hræðist þessa týpu í of miklu magni og mér líður eins og hún eigi eftir að finna leið til að svara öllu sem ég skrifa um hana.

Eina sem ég veit meira er að hún elskar netflix og vinsæla tónlist.

Góða fólkið

Góða fólkið vill vel fyrir alla, nema þá sem vilja ekki vel fyrir alla. Þetta nafn mun fara sérstaklega í taugarnar á mikið af fólki þar sem þetta er frekar asnalegt en samt frekar fyndið nafn, vegna þess hvernig það er verið að lítillækka góðmennsku. Góðmennska er nauðsynleg en sumt fólk gengur lengra og fer í öfgar, þetta er fólk sem les of mikið í orð og heldur því sumt að svarið sé þöggun, þessi pæling hræðir marga sem eru hinum megin þar sem þöggun getur verið mjög hættuleg. Góða fólkið er þó mjög mikilvægt upp á það að mótmæla og byggja upp rödd fyrir samfélagið ég styð það svo lengi sem það er ekki að gera mál úr því að  Ariana Grande er að móðga latino fólk með því að seta á sig brúnkukrem eða loka á fólk fyrir brandara.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir