4 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Sterling og De Bruyne tryggðu City sigur á Fulham

Skyldulesning

Manchester City vann 2-0 sigur á Fulham í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Etihad Stadium, heimavelli Manchester City.

Raheem Sterling kom City yfir með marki á 5. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Kevin De Bruyne.

Manchester City fékk síðan vítaspyrnu á 26. mínútu eftir að brotið hafði verið á Sterling innan vítateigs. De Bruyne tók spyrnuna og tvöfaldaði forystu City með marki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Manchester City er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 18 stig. Fulham er í 17. sæti með 7 stig.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir