steven-gerrard-skoradi-fyrir-liverpool-i-dag

Steven Gerrard skoraði fyrir Liverpool í dag

Það var margt um knattspyrnugoðsagnir á Anfield í dag er gamlar hetjur Liverpool mættu gömlum hetjum Barcelona.

Jamie Carragher, Steven Gerrard, Dirk Kuyt, Sami Hyypia og fleiri byrjuðu fyrir Liverpool á meðan Rivaldo, Juliano Belletti og Edgar Davids léku fyrir Barcelona.

Gerrard, sem nú er knattspyrnustjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, kom Liverpool yfir á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Steven Gerrard from the spot for Liverpool Legends 🎯

(via @LFC)pic.twitter.com/ZiFST7KKSQ

— B/R Football (@brfootball) March 26, 2022

Börsungar svöruðu fyrir sig áður en fyrri hálfleikurinn leið undir lok þegar Giovanni jafnaði metin. Það var svo goðsögnin Rivaldo sem skoraði sigurmark Barcelona af vítapunktinum í síðari hálfleik og lokatölur 2-1 Barca í vil.

Leikurinn var haldinn til styrktar LFC félaginu.


Posted

in

,

by

Tags: