3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

SÞ taka kannabis af lista yfir hættulegustu fíkniefnin

Skyldulesning

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnamál, CND, ákvað á miðvikudaginn að taka kannabis af lista yfir hættulegustu fíkniefnin.  Kannabis hefur verið flokkað sem fíkniefni með „sérstaklega hættulegum eiginleikum“ allt frá 1961 og verið í sama flokki og heróín og ópíóíðar.

The New York Times skýrir frá þessu. Vegna þessarar flokkunar hefur verið ólöglegt að nota, framleiða og selja kannabis víðast hvar um heiminn. Atkvæði voru greidd um tillöguna og greiddu 27 ríki atkvæði með henni en 25 voru á móti.

Ákvörðunina má ekki skilja sem svo að CND hafi lögleitt ræktun eða notkun kannabis því efnið verður áfram á lista yfir efni sem „eru mjög ávanabindandi og geta leitt til misnotkunar“. Þetta þýðir að framleiðsla og sala á kannabis verður áfram takmörkuð við rannsóknir og til læknisfræðilegrar notkunar í samræmi við alþjóðalög.

The New York Times segir að ákvörðunin muni væntanlega styrkja rannsóknir á kannabis og notkunarmöguleikum efnisins.

Innlendar Fréttir