Stig á Brúnni gerði lítið fyrir Meistaradeildar drauma Klopp – Frábær sigur hjá Leeds – DV

0
85

Það var markalaust jafntefli á Stamford Bridge í kvöld þegar Liverpool heimsótti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn fjörugur og bæði lið fengu séns til að sækja sigurinn. Chelsea sótti meira en Jurgen Klopp gerði miklar breytingar á byrjunarliði Liverpool.

Jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið en þetta var fyrsti leikur Chelsea eftir að Graham Potter var rekinn úr starfi. Liverpool situr í áttunda sæti og er sjö stigum frá Meistaradeildarsæti en Chelsea er í elleft sæti.

Leeds vann afar dýrmætan sigur á Nottingham Forrest í í fallbarátunni en eftir að hafa lent undir skoruðu Luis Sinisterra og Jack Harrison til að tryggja sigurinn.

Leicester City tapaði á heimavelli gegn Aston Villa en um var að ræða fyrsta leik liðanna eftir að Brendan Rodgers var rekinn. Þá vann Brighton sigur á Bournemouth.

Úrslit kvöldsins:
Chelsea 0 – 0 Liverpool:
Leicester 1 – 2 Aston Villa
Leeds 2 – 1 Nottingham Forest
Bournemouth 0 – 2 Brighton

Enski boltinn á 433 er í boði