7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Stigasöfnun gengur erfiðlega hjá Aroni og Heimi í Katar

Skyldulesning

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Arabi sem tapaði 3-0 fyrir Qatar SC í katörsku úrvalsdeildinni í dag. Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins og Freyr Alexendersson aðstoðar hann.

Qatar SC leiddi 1-0 í háfleik eftir að hafa komist yfir með marki á 38. mínútu. Þeir bættu síðan við tveimur mörkum undir lok leiks og tryggðu sér 3-0 sigur.

Stigasöfnun Al-Arabi í deildinni hefur gengið fremur brösulega en þegar 7. umferðir eru búnar af deildinni situr liðið í 10. sæti með 5 stig. Katarska deildin er 12 liða deild þar sem 11.sætið er umspilssæti um áframhaldandi veru í deildinni.

Það er þó nóg eftir af deildinni og vonandi að Heimir og strákarnir finni taktinn og fari að safna stigum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir