5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið

Skyldulesning

Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal.

„Þetta er langstysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum. Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í dag og um helgina vegna ferða fólks að gossvæðinu.

Hjálmar segir að stikunin fari fram nú í samráði við Almannavarnir og Veðurstofu Íslands. Þar skipti meðal annars máli að ekki sé gengið um Nátthaga á leiðinni á gosstöðvarnar þar sem órói sé á því svæði.

Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal og sú sem verður stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf

„Við teljum þetta vera öruggustu leiðina miðað við þær upplýsingar sem við höfum.“

Gul veðurviðvörun er í gildi í dag og líkur á gassöfnun á morgun.

„Vandamálið sem við glímum við í dag er að veður er vont og kalt. Svæðið er því lokað. Morgundagurinn býður upp á betra veður en þá kemur önnur hætta sem er gassöfnun.“

Hann minnir á að gossvæðinu hafi verið lokað af Almannavörnum í dag og það sé þeirra að aflétta þeirri lokun þegar tilefni sé til.

Samvinna við stikun nú síðdegis.Vísir/Jóhann K.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir meðal annars til skoðunar að opna Suðurstrandarveg að hluta en vegurinn er lokaður sem stendur vegna skemmda.

Þá sagði Rögnvaldur ekkert til í því að mælt hefði verið með því að leggja langt í burtu til að letja fólk frá því að koma á svæðið. Þær ráðleggingar snúist um aðra hluti. Verið sé að skoða bílastæðamál varðandi gönguleiðina.

V
iðtalið má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttir


Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir