2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum

Skyldulesning

Einn besti knattspyrnumaður heims, frá upphafi, Diego Armando Maradona, lést í dag, 60 ára að aldri. Maradona átti magnaðan knattspyrnuferil.

Maradona er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Hann tók þátt í fjórum heimsmeistaramótum með Argentínska landsliðinu og varð heimsmeistari með liðinu árið 1986. Maradona átti einnig farsælan feril með félagsliðum á borð við Napoli, Barcelona og Boca Juniors.

Eftir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna þjálfaði Maradona meðal annars Argentínska landsliðið.

Af nægu er að taka en hér verður stiklað á stóru í gegnum knattspyrnuferil Maradona í máli og myndum.

Maradona hóf knattspyrnuferil sinn með Argentinos Juniors. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 15 ára gamall. Hann skoraði 115 mörk fyrir félagið / GettyImages
Næsta skrefið var tekið hjá Boca Juniors, þar sem Maradona er í guðatölu. Hér eru fagnaðarlæti eftir sigur í argentínsku deildinni 1981/ GettyImages
Næsta skref á ferli Maradona var hjá Barcelona á Spáni. Þar lék hann 36 leiki, skoraði 22 mörk og vann þrjá titla / GettyImages
Maradona er mikils metinn í Napoli eftir farsælan feril þar. Hér er hann að fagna eftir sigur í Euro Cup árið 1989 / GettyImages
Maradona lék 188 leiki fyrir Napoli, skoraði 81 mark og vann ítölsku deildina tvisvar sinnum / GettyImages
Eftir stutt stopp hjá Sevilla og Newell’s Old Boys, sneri Maradona aftur til Boca Juniors þar sem hann lauk knattspyrnuferli sínum / GettyImages
Maradona átti farsælan feril með Argentínska landsliðinu – „Hendi guðs“ eitt umdeildasta atvik knattspyrnusögunnar í leik gegn Englandi á HM 1986 / GettyImages
Maradona fór á fjögur heimsmeistaramót og varð heimsmeistari árið 1986. Hann var einnig valinn besti leikmaður mótsins / GettyImages
Maradona þjálfaði landslið Argentínu í tæp tvö ár (2008-2010) og var með 75% sigurhlutfall sem landsliðsþjálfari / GettyImages
Síðasta þjálfarastarf hans var hjá Gimnasia y Esgrima La Plata / GettyImages

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir