5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Stjarnan fær leikmann sem Manchester United vildi fá

Skyldulesning

Stjarnan hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni en 23 ára Englendingur að nafni Oscar Borg hefur samið við félagið.

Oscar er kraftmikill vinstri bakvörður sem getur einnig leikið á kantinum og kemur úr unglingastarfi West Ham United og lék með u18 ára liði þeirra. Árið 2016 gerði hann atvinnumannasamning við Aston Villa og lék með U-23 ára liðinu þeirra. Meiðsli settu hins vegar strik í reikninginn og náði Oscar ekki að leika fyrir aðallið félagsins.

Oscar lék síðast með Arenas í Baskalandi á Spáni í 3. efstu deild en hafði þar áður leikið með Braintree Town í neðri deildum Englands.

Oscar þótti mikið gríðarlega efni á sínu á sínum yngri árum og var hann til að mynda ekki langt frá því að ganga til liðs við stórlið Manchester United. „Stjarnan bindur miklar vonir við þennan öfluga leikmann,“ segir á vef félagsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir