Stjarnan í næst neðsta sæti eftir tap gegn Blikum – Víkingur fékk á sig mark en vann sannfærandi – DV

0
51

Breiðablik vann góðan sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld. Eftir að hafa lekið inn mörkum héldu Blikar hreinu í Garðabæ.

Gísli Eyjólfsson skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Stefán Ingi Sigurðarson.

Víkingur vann svo mjög sannfærandi sigur á Keflavík en fékk á sig fyrsta markið í Bestu deildinni í sumar.

Stjarnan 0 – 2 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson (‘8)
0-2 Stefán Ingi Sigurðarson (’10)

Víkingur R. 4 – 1 Keflavík
1-0 Pablo Oshan Punyed Dubon (’25)
2-0 Erlingur Agnarsson (’57)
3-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (’63) (Sjálfsmark)
3-1 Marley Blair (’65)
4-1 Danijel Dejan Djuric (’71)