2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Stjóri Jóhanns með klásúlu í samningi sínum sem vekur mikla athygli

Skyldulesning

Ensk götublöð segja frá því að Sean Dyche stjóri Burnley sé með klásúlu í samningi sínum sem gæti fært honum stórar upphæðir á næstunni.

Ef leikmaður úr unglingastarfi Burnley er seldur frá félaginu fær Dyche 5 prósent af kaupverðinu í sinn vasa.

Stærri félög hafa sýnt kantmanninum Dwight McNeill áhuga en Burnley hefur viljað fá um 40 milljónir punda fyrir hann. Dyche fengi þá vel yfir 300 milljónir íslenskra króna í sinn vasa.

Ekkert ólöglegt er við svona klásúlu í samningi stjóra þrátt fyrir að fáir stjórar fái svona klásúlu í samning sinn.

Dyche hefur stýrt Burnley um langt skeið og unnið kraftaverk með félagið þar sem Jóhann Berg Guðmundsson er á meðal leikmanna.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir