6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

„Stjórnmál eru list hins mögulega.“

Skyldulesning

Þessi gömlu spekiorð eru oft notuð til þess að útskýra gjörðir og sviptingar í stjónmálum, sem erfitt ar að skilja. 

Pólitík Macciavellis sem birt var í frægri bók, þótti ansi hranaleg um margt, en á bak við hana var víða gamla kennisetningin um að tilgangurinn helgaði meðalið. 

Innrás Pútíns í Úkraínu lyktar af smá örvæntingu manns, sem setti sér ákveðið markmið um endurreisn fyrra valdis Sovétríkjanna og keisaraveldis Rússlands þar á undan. 

Tíminn hefur liðið hratt frá því þegar Pútín tók við völdum fyrst, og þessi framtíðarsýn virðist enn lengra burtu í augum hans núna en hún var í fyrstu. 

Því veldur, að hann hefur ekki skynjað þá breyttu tíma sem hefur getið af sér ásókn eftir vestrænu lýðræði í fyrrum kommúnistaríkjum, sem voru leppríki Rússa í gervöllu Kalda stríðinu. 

Þótt þau ríki væru aldrei alveg fullvalda á tímum leppstjórnanna, er stórveldið Rússland með innrás í Úkraínu í raun að ráðast í fimmta sinn á nágrannaríki í til þess að steypa af stóli ríkisstjórn með alþjóðlegri viðurkenningu á því að vera ríkisstjórn þess lands. 

Hin fjögur ríkin þar sem rússneskt hervald steypti í raun ríkjandi ríkisstjórn voru Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakía 1978, Pólland 1980 og Afganistan 1979. 

Pútín er bæði orðinn fastur í því að það sé eðlilegt að þetta sé svona og horfir líka á valdatíma sinn vera að nálgast endapunkt. 

Þess vegna býst Macron Frakklandsforseti við því versta eftir símtal frá Pútín.  


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir