Stjörnunar sem Hollywood hafnaði – Ólíkar ástæður sendu stórleikara á svarta listann – DV

0
153

Stundum hverfa stjörnur af hvíta tjaldinu, leikarar sem voru þekktir og virtir en hættu alveg að birtast. Það er ýmsar ástæður fyrir því og hér má sjá nokkur dæmi. 

Brendan Fraser

Brendan Frases var þegar orðinn vel þekktur þegar hann varð súperstjarna um aldamótin 2000 með leik sínum í Mummy myndunum. En eftir að hafa komið fram opinberlega og saka Philip Berk, fyrrverandi forseta Sam­taka er­lendra blaðamanna í Hollywood (Hollywood For­eign Press Association, HFPA), um kynferðislega áreitni breyttist allt.

Boð um hlutverk hurfu og Fraser hvarf til fjölda ára eða allt þar til hann sló í gegn með hlutverki sínu í The Whale sem kom út í fyrra. Hlutverki er gjörólíkt þeim sem Fraser aflaði fræðgar fyrir á fyrri árum og hefur hann rakað að sér verðlaunum fyrir hlutverkið. 

Randy Quaid

Randy Quaid lék í fjölda kvikmynda og var afar virtur og eftirsóttur leikari, ekki síst í gamanmyndir. Hann var til að mynda ógleymanlega í hlutverki Ed frænda í National Lampoon’s myndunum. En árið 2007, þegar hann var við tökur á myndinni The Merry Wives of Windsor, réðst hann á einn starfsmann, beitti hann ofbeldi,  og eftir það lá leiðin niður á við. 

Það hjálpaði ekki að eiginkona hans, Evi, tók upp á því að senda hótunarbréf til hinna ýmsu starfsmanna við gerð myndarinnar.

Quad var sektaður um 81 þúsund dollara og hefur vart sést á hvíta tjaldinu síðan. 

Corey Feldman

Corey Feldman var vinsæl barnastjarna og síðar öðlaðist hann vinsældir fyrir leik í myndum ætluðum unglingum.

En þegar hann steig fram árið 2013 og sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi hátt settra aðila innan kvikmyndageirans var hann settur á svarta listann. Hann sagðist enn fremur ekki hafa verið einn um að lenda í slíkri misnotkun, það væri fjöldi barnaníðinga valdamenn í Hollywood og hefðu mun fleiri barnastjörnur lent í því sama.

Enginn tók hann hann alvarlega á þessum tíma,  enn voru fjögur ár í #metoo byltinguna og Feldman sökk djúpt í heim eiturlyfja.

Hann mun hafa tekið sig á og starfar nú sem tónlistarmaður. 

Mo’nique

Mo’nique öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa landa Óskarsverðlaunum fyrir leik sinn í kvikmyndinni Precious. En þá byrjuðu vandræðin.

Hún neitaði að taka þátt í kynningarstarfi á við blaðamannafundi fyrir myndina nema fá sérstaklega greitt fyrir það og gerði óheyrilegar kröfur um aðbúnað. Hún þótti afar erfið í samstarfi og svo fór að yfirmenn í Hollywood fengu nóg og hefur Mo’nique vart verið boðið hlutverk síðan. 

Sondra Locke

Leikkonan Sondra Locke átti vel boðlegan feril til margra ára og var að segja tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hún átti í ástarsambandi við Clint Eastwood í 14 ár sem endaði vægast sagt illa.

Eftir sambandsslitin buðust hennig engin hlutverk. Hún var einnig handritshöfundur og sendi rúmlega 30 hugmyndir til kvikmyndavera en fékk aldrei svar.

Hún var viss um að Clint Eastwood væri um að kenna, enda valdamikill í Hollywood. Það verður að teljast líklegt að hann hafi átt hlut að máli enda lágu játningar fyrir á endanum.

Wesley Snipes

Wesley Snipes var stjarna, súperstjarna reyndar fyrir hlutverk hans í myndu á við Blade þríleikinn og White Men Can’t Jump. En hann gerði þau mistök að borga ekki skatta og var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur ekki sést á hvíta tjaldinu síðan. 

Kirk Cameron

Kirk Cameron var barnastjarna og lék í vinsælum þáttum á við Growing Pains and Like Father Like Son.

En öfgakenndar skoðanir hans í trúmálum svo og stjórnmálum fóru að valda vanda á tökustað. Cameron þuldi upp úr Biblíunni svo að setja stanslaust og neitaði að taka leika í senum sem innihéldu hegðun sem hann taldi synduga, á við kossa á milli ógiftra einstaklinga. 

Honum var bolað út og nú leikur hann í einvörðungu í myndum ætluðum heittrúuðum evangelistum. 

Vince Vaughn

Vince Vaughn varð súperstjarna við leik í myndum á The Wedding Crashers, The Breakup og Zoolander. Hann var yfirleitt í hlutverki fyndna lúðans sem hann fékk á endanum nóg af og fór að krefjast öðruvísi hlutverka.

Hann öðlaðist ekki mikla athygli fyrir leik sinn í slíkum myndum og svo fór að Vaughn svo að segja hvarf að síðum fjölmiðla og atvinnutilboð þurrkuðust upp. 

Hann er þó enn að eins og sjá má til að mynda á IMDB