1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Stjörnuparið í Chelsea – Myndin sem vakti heimsathygli

Skyldulesning

Landsliðskonurnar Magdalena Eriksson og Pernille Harder spila saman í Chelsea. Eriksson spilar fyrir sænska landsliðið og Harder fyrir það danska. Auk þess að vera liðsfélagar hjá Chelsea og fremstu fótboltakonur í heimi eru þær par.

Í viðtali við BBC ræddu þær samband þeirra á vellinum og utan hans.

Pernille Harder gekk til liðs við Chelsea frá Wolfsburg á þessu ári. Magdalena Eriksson er fyrirliði Chelsea og hefur spilað með þeim frá 2017.

Myndin sem gerði þær óvænt að fyrirmyndum

Myndin sem fór út um allan heim. Mynd/Skjáskot/BBC

Parið vakti athygli á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í fyrra. Eftir að Svíþjóð sigraði Kanada í 16-liða úrslitum fór Magdalena til Pernille sem var áhorfandi upp í stúku. Magdalena fékk koss frá Pernille sem náðist á mynd. Myndin vakti heimsathygli. Síðan þá hafa þær verið fyrirmyndir fyrir samkynhneigð pör í knattspyrnuheiminum.

„Það var ekki ætlun okkar að verða fyrirmyndir. Við höfum bara verið opnar frá byrjun, verið við sjálfar og náð góðum árangri. Þetta varð bara svona,“ segir Magdalena.

„Núna hugsum við meira út í það að vera fyrirmyndir vegna þess að við finnum fyrir ábyrgð að vera við sjálfar og sýna að þú getur verið sá sem þú ert,“ heldur Magdalena áfram.

Langt í næsta samkynhneigða karlkyns fótboltamanninn

Eini karlmaðurinn sem hefur komið út úr skápnum sem leikmaður á Englandi er Justin Fashanu árið 1990. Bæði Eriksson og Harder halda að langt sé í að næsti karlkyns fótboltamaður komi út úr skápnum.

„Ég vona að við nálgumst það. Sá fyrsti til að koma út er sá mikilvægasti,“ segir Pernille. „Menningin í karlafótbolta er ekki nógu sveigjanleg,“ bætir Eriksson við. „Það er ekki á ábyrgð einstaklinganna að koma út, þetta er sameiginleg ábyrgð að gera umhverfið eins öruggt og mögulegt er fyrir þessa einu manneskju sem er nógu hugrakkur til að koma út.“

Innlendar Fréttir