7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Stjörnurnar koma fram naktar í kvöld – „Ber að ofan á skautasvelli“

Skyldulesning

Í kvöld og á morgun verða þættirnir The Real Full Monty On Ice sýndir í Bretlandi. Um er að ræða þátt þar sem stjörnur dansa á skautasvelli og fækka fötum. Mikil eftirvænting er fyrir þáttunum í Bretlandi en stjörnurnar bera sig til að safna pening fyrir góðgerðarmál.

„Þetta hlýtur að vera eitt það hræðilegasta sem ég mun nokkurn tímann gera,“ segir Dr. Zoe Williams, ein af stjörnunum sem kemur fram í þættinum, í pistli sem The Sun birti. „Það að samþykkja að dansa í sjónvarpinu fyrir framan milljónir þegar ég er ekki dansari er alveg nógu erfitt. Þegar maður bætir því við að gera það ber að ofan á skautasvelli þá ertu komin með efni í martraðir.“

Á meðal stjarnanna sem koma fram í þáttunum er Love Island stjarnan Shaughna Phillips. Shaughna fór í aðgerð á kálfunum í september til að losna við bjúg, það átti eftir að koma sér illa. „Fyrsta daginn sem við æfðum gat ég ekki sett fótinn minn í skautann,“ sagði Shaughna eftir atvikið en Mirror greindi meðal annars frá. „Það var blóð að leka niður reimarnar, ég meiddi mig svo mikið.“

Shaughna segir að það hafi þó ekki komið til greina að hætta við þáttinn. „Ég er að gera þetta í minningu föður míns svo það var enginn möguleiki á að ég myndi hætta við. Síðan er ég líka hrútur í stjörnumerki, það er ekki í blóðinu að hætta við.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir