5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

„Stjórnvöld segja nei takk“

Skyldulesning

Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.

Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.

mbl.is/Arnþór

Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar kallaði í dag eftir þingmönnum sem kenna sig við frjálshyggju og valfrelsi í ræðu sinni um störf þingsins. 

Tilefnið er umræða um sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir sem boðið hafa fram þjónustu sína við styttingu biðlista á aðgerðum. Hanna Katrín skoraði á þingmenn að beita sér fyrir því að mál um slíkt komi til afgreiðslu þingsins svo raunverulega sé hægt að sjá hverjir styðji einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu.

„Á sama tíma og um 100 einstaklingar sitja fastir á Landspítala standa sjálfstætt starfsandi heilbrigðisstofnanir á hliðarlínunni. Til aðstoðar reiðubúnar. Stjórnvöld segja nei takk,“ sagði Hanna Katrín í ræðu sinni. 

„Á sama tíma og biðlistar eftir hinum ýmsu aðgerðum sem hefta lífsgæði fólks og atvinnugetu lengjast fram úr hófi, standa sjálfstætt starfandi læknastofur á hliðarlínunni. Reiðubúnar til aðstoðar. Stjórnvöld segja nei takk.“

Ekki vilji á Alþingi

Hún vék síðan að því að of afhjúpandi væri fyrir stjórnvöld að segja beinlínis nei takk og ábyrgðinni því varpað á Alþingi. Þannig gætu þingmenn í stjórnarmeirihluta sem kenna til við valfrelsi falið sig á bak við það að ekki væri vilji fyrir breytingum í átt að valfrelsi á Alþingi.

„Það er bara ekki vilji fyrir því á Alþingi að þiggja þessar útréttu hjálparhendur segja þessir stjórnarþingmenn.

Og þar með eru þeir bara einhvern veginn stikkfrí – þessir meintu þingmenn frelsisins.

Ég skora á þingmenn sem kveinka sér undan ætluðum vilja þingsins hér – að beita sér fyrir því að málin komi hingað inn til afgreiðslu.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir