5 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Stofna áfangastaðastofu á Suðurnesjum

Skyldulesning

Stofunni er falið það verkefni að leggja fram áfangastaðaáæltun fyrir …

Stofunni er falið það verkefni að leggja fram áfangastaðaáæltun fyrir svæðið og tryggja að hún sé í samræmi við aðra lögbundna áætlanagerð og aðal- og deiliskipulag.

mbl.is/Ómar Óskarsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa undirritað samstarfssamning um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði samtakanna.

Umr er að ræða fyrstu áfangastaðastofuna sem stofnuð verður hér á landi en undirbúningur að henni hefur staðið yfir síðastliðin tvö ár á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála og Ferðamálastofu sem hafa í sameiningu leitt vinnuna við undirbúning og framkvæmd.

Er haft eftir ráðherra á vef Stjórnaráðsins þar sem frá þessu er greint, að grunnurinn að þessu séu áfangastaðaáætlanir sem unnar voru fyrir alla landshluta árið 2018 en í framhaldinu hafi verið lögð drög að stofnun áfangastaðastofa í landshlutunum.

Eitt meginverkefni áfangastaðastofunnar er að leggja fram áfangastaðaáætlun fyrir svæðin auk þess að tryggja að hún sé í samræmi við aðra lögbundna áætlanagerð og aðal- og deiliskipulag.

Auk þess mun áfangastaðastofan m.a. hafa aðkomu að þarfagreiningu rannsókna og mælinga á landsvísu, stuðla að vöruþróun og nýsköpun, leggja mat á fræðsluþörf og sinna svæðisbundinni markaðssetningu.

Innlendar Fréttir