6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Stoppar Van de Beek í stutta stund hjá Manchester United?

Skyldulesning

Donny van de Beek miðjumaður Manchester United gæti stoppað stutt við hjá félaginu ef marka má fréttir frá Ítalíu. Þar segir að Juventus hafi áhuga á að kaupa hollenska miðjumanninn.

United keypti Van de Beek frá Ajax í sumar fyrir 40 milljónir punda en hann á eftir að byrja sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið.

Van de Beek byrjaði í Meistaradeildinni í vikunni og fékk góða dóma, hann gæti hafa spilað sig inn í byrjunarlið Ole Gunnar Solskjær.

Hollenski miðjumaðurinn hefur spilað 86 mínútur í deildinni og segir CalcioMercato að Juventus hafi áhuga á að kaupa hann næsta sumar.

Van de Beek hafði verið orðaður við fjölda liða þegar United gekk frá kaupum honum í sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir