7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Stóra klósettpappírsmálið!

Skyldulesning

Hér um borð gerast hinir furðulegustu hlutir. Það nýjasta er stóra klósett-pappírsmálið sem enginn skilur upp né niður í. Það vill svo til að Brynjólfur stýrimaður er í klefa sem liggur alveg við stakkageymsluna og í hvert sinn sem hann hyggst gjöra gjörninga á einkasalerninu í klefanum er aldrei til pappír þar! Það er sama hvað oft og hversu margar klósettrúllur hann ber niður í klefann, þetta er allt horfið þegar áætlaðir gjörningar fara fram. Er svo komið að angistarsvipurinn leynir sér ekki hverjum þeim sem mætir Binna á göngunum. Hann er sífellt að velta fyrir sér hvort þetta sé þaulskipulagt samsæri, yfirnáttúrulegir atburðir eða einfaldlega bara leti í þeim sem nýta sér gjörningaaðstöðuna í stakkageymslunni og nenna ekki eftir pappír fram í stefni.

Eru menn hvattir til að aðstoða Binna í þeirri viðleitni að upplýsa stóra klósettpappírsmálið svo hann geti átt róleg og gleðileg jól með engar áhyggjur af gjörningunum.

 

 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir