Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er búinn að jafna markamet í ensku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða met sem var sett árið 2018 en Mohamed Salah skoraði þá 32 mörk í deildinni á einu tímabili fyrir Liverpool.
Haaland hefur skorað 32 mörk á tímabilinu sem er jafn mikið og Salah gerði á sínum tíma í 38 leikja deild.
Salah er leikmaður Liverpool og er enn að en Haaland þarf aðeins tvö mörk til að jafna met Andy Cole og Alan Shearer sem gerðu 34 mörk í 42 leikja deild.
Haaland er að margra mati besti framherji heims um þessar mundir en hann gekk í raðir Man City í sumar frá Dortmund og hefur verið stórkostlegur fyrir framan markið.
ERLING HAALAND TIES MO SALAH’S RECORD FOR MOST PL GOALS IN A 38-GAME SEASON (32) 🔥 pic.twitter.com/dTyxNG4jTF
— B/R Football (@brfootball) April 15, 2023
Enski boltinn á 433 er í boði