5 C
Grindavik
8. mars, 2021

Stórkostlegur varnarleikur og Frakkland í úrslit

Skyldulesning

Handbolti

Lok, lok og læs.
Lok, lok og læs.
Andre Weening/BSR Agency/Getty Images

Frakkland er komið í úrslitaleik EM í handbolta sem fer fram í Danmörku þessar vikurnar. Frakkar rúlluðu yfir Króatíu, 30-19, í fyrri undanúrslitaleik dagsins.

Frakkar gáfu tóninn í fyrri hálfleik. Þær spiluðu frábæran varnarleik og skoraði Króatía einungis fimm mörk í fyrri hálfleik.

Úrslitin voru því nánast ráðin í hálfleik. Frakkland var 15-5 í hálfleik og eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Lokatölur urðu svo 30-19.

Markaskorið dreifðist ansi vel í franska liðinu. Alexandra Lacrabère, Estelle Nze-Minko, Kalidiatou Niakaté og Grâce Zaadi skoruðu allar fjögur mörk.

Úrslitaleikurinn fer fram í Herning á sunnudaginn en mótherjinn verður annað hvort Noregur eða Danmörk. Þau mætast síðar í kvöld en Króatía leikur um 3. sætið.

Innlendar Fréttir