6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Stór­leikur Ómars Inga dugði ekki til sigurs

Skyldulesning

Ómar Ingi Magnússon var hreint magnaður í liði Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Því miður dugði það ekki til sigurs. Þá lék Oddur Gretarsson með Balingen-Weilstetten sem tapaði á heimavelli.

Oddur var á sínum stað í liði Balingen-Weilstetten sem tapaði með sjö marka mun fyrir Flensburg á heimavelli, lokatölur 25-32. Gísli Þorgeir lék með Magdeburg sem mátti þola tap gegn Leipzig á útivelli, lokatölur 33-29 Leipzig í vil.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru í eldlínunni með Magdeburg. Leipzig var alltaf skrefi á undan og eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14, þá fór það svo að Leipzig vann fjögurra marka sigur.

Lokatölur 33-29 þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Ómars Inga ásamt mjög góðum leik hjá Gísla. Alls skoraði Ómar Ingi 11 mörk í leiknum, þar af sex úr vítum, ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. Kom hann því með beinum hætti að meira en helming marka Magdeburg í leiknum.

Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Oddur og samherjar hans í Balingen-Weilstetten voru í vandræðum frá upphafi til enda í dag. Liðið skoraði aðeins níu mörk í fyrri hálfleik og var sjö mörkum undir er flautað var til hálfleiks, staðan þá 9-16.

Sóknarleikur liðsins í síðari hálfleik var skárri en varnarleikurinn alveg eins og í fyrri hálfleik. Það var því enn sjö marka munur er flautað var til leiksloka, lokatölur 25-32 fyrir Flensburg. Oddur skoraði eitt mark í leiknum.

Magdeburg er í 12. sæti deildarinnar og Balingen-Weilstetten í 16. sæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir