5 C
Grindavik
2. mars, 2021

Stórmeistarajafntefli á Anfield

Skyldulesning

Xherdan Shaqiri og Fred eigast við í dag.

Xherdan Shaqiri og Fred eigast við í dag.

AFP

Manchester United og Liverpool skiptu með sér stigunum er þau mættust í stórslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í kvöld. Lítið var um dauðafæri og urðu lokatölur 0:0. 

Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en illa gekk að skapa mjög góð færi gegn skipulögðu liði Manchester United. Liverpool átti sex skot að marki í hálfleiknum en aðeins eitt þeirra rataði á markið. Hinum megin átti United aðeins eitt skot, sem hitti ekki á rammann.

Bruno Fernandes átti skotið úr aukaspyrnu en setti boltann hárfínt framhjá. Hinum megin átti Xherdan Shaqiri skot utan teigs rétt framhjá og Roberto Firmino komst í ágætt færi en skaut beint á David de Gea. Staðan í hálfleik var hins vegar markalaus.

Seinni hálfleikur spilaðist svipað, lítið var um dauðafæri í jöfnum leik og virtust bæði lið staðráðin í að tapa ekki. Besta færið fékk Paul Pogba 20 mínútum fyrir leikslok en Alisson marki Liverpool varði frá honum úr góðu færi í teignum. 

Liverpool var mjög mikið með boltann en náði ekki að reyna á David de Gea í marki Manchester United og því fór sem fór. 

United er enn í toppsætinu með 37 stig og Liverpool er í þriðja sæti með 34 stig. 

Innlendar Fréttir