10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Stórþjófur í fangelsi eftir skrautlegan brotaferil – Milljónir á milljónir ofan – Hrækti í andlit afgreiðslustúlku

Skyldulesning

Erlendur maður að nafni Viorel Avadanii, sem býr í miðbæ Reykjavíkur og er fertugur að aldri, hefur verið dæmdur í fangelsi eftir ótrúlegan slóða af búðaþjófnuðum og innbrotum þar sem stolið var verðmætum fyrir um tíu milljónir króna samtals.

Afbrotin voru framin á þessu ári, frá febrúar og fram í október. Veigaminnstu afbrotin eru þjófnaðir í verslunum á vörum að verðmæti nokkur þúsund eða tugi þúsunda. Þá var Viorel ákværður fyrir að veitast með ofbeldi að starfsstúlku í verslun Bónuss á Akranesi og hrækja í andlit hennar.

Hann var ákærður fyrir innbrot í skartgripaverslunina Gull & silfur Laugavegi 52 með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og stela úr henni 30 armböndum, 11 hringjum og þremur brjóstmælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónir.

Þá var hann ákærður fyrir innbrot í Elko við Fiskislóð þaðan sem hann stal tölvum og snjallúrum fyrir hátt í 3 milljónir króna.

Viorel játaði brot sín skýlaust. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé. Var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til greiðslu málsvarnarþóknunar til verjanda sína, rúmlega 750 þúsund krónur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir