7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Stórtíðindi…. Binni lagstur!

Skyldulesning

Krumminn flytur ykkar alltaf glóðvolgar fréttir, og er alltaf með puttann á púlsinum þegar eitthvað fréttnæmt gerist. Þau stórtíðindi bárust nú í morgunsárið að Brynjólfur stýrimaður væri lagstur, þe hann mætti ekki á vaktina sökum veikinda. Það hefur ekki gerst í manna minnum að Binna hafi vantað á vakt og því verður að telja þetta til stórtíðinda.

Sér í lagi þar sem hann hefur verið manna ötulastur við að gera góðlátlegt grín af þeim sem hafa veikst fram að þessu. En það er morgunljóst að það er grímuskylda amk í 5 metra radíus kringum Binna hér eftir og mun það gilda til 10 febrúar hið minnsta. Ef það bráir af honum er möguleiki á einhverjum tilslökunum en ekki er hægt að úttala sig um það á þessu stigi.

það skiptir engu þótt þetta sé bara smávegis gubbupest!

 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir