Stórtíðindi frá París – Messi settur í bann í tvær vikur frá æfingum PSG – DV

0
72

Lionel Messi var ekki mættur til æfinga hjá PSG í dag eftir að hafa ferðast til Sádí Arabíu til að halda áfram að sækja peninga frá þessu ríka landi.

Hefur PSG ákveðið að setja Messi í bann frá æfingum í tvær vikur. Gæti hann hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

🚨 Paris Saint-Germain have decided to suspend Lionel Messi with immediate effect for two weeks, sources confirm.

The suspension will take place now after Messi’s trip to Saudi NOT authorized by the club as per @RMCSport.

Messi side, still waiting on official communication. pic.twitter.com/j223WK2r5Z

— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2023

Kappinn lék í afar óvæntu 1-3 tapi Paris Saint-Germain gegn Lorient á heimavelli á sunnudag. Lið hans er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru til stefnu.

Eftir leik fór Messi svo upp í flugvél og til Sádi-Arabíu. Hann átti að mæta á æfingu í ag samkvæmt frönskum miðlum en mætti ekki.

Messi er sendiherra ferðaiðnaðarins í landinu og fer því í árlega ferð þangað vegna þess.

Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.

Samningur Messi við PSG rennur út í sumar og hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.

Eins og flestir vita er portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo á mála hjá Al-Nassr þar í landi.