2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Stóru strákarnir byrjaðir að synda í kringum Eriksen – Gæti farið í sumar

Skyldulesning

Endurkoma Christian Eriksen á knattspyrnuvöllinn hefur verið mögnuð. Hann samdi við Brentford í janúar og hefur heldur betur fundið takt sinn.

Eriksen fór í hjartastopp síðasta sumar í leik með Dönum, óttuðust margir að Eriksen væri á leið til himna. Endurlífgun bar hins vegar árangur en flestir töldu að Eriksen myndi ekki spila fótbolta aftur.

Eriksen er með gangráð og getur því spilað fótbolta og hefur spilað frábærlega með Brentford. Hann gerði samning við félagið fram á sumar.

Nú eru stærri félög byrjuð að skoða stöðuna en ensk blöð segja að Tottenham og Manchester United hafi áhuga á að Eriksen.

Eriksen er þrítugur en hann var magnaður í 4-1 sigri á Chelsea um helgina. „Ég veit að Christian er góður að njóta augnabliksins og ég veit að hann nýtur þess að vera hér,“ sagði Thomas Frank stjóri Brentford sem vill ólmur halda Eriksen.

„Við erum lítið að skoða þetta og tökum bara stöðuna eftir 2-3 mánuði.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir