Stórveldi á Ítalíu sagt vilja kaupa Albert – Verðmiðinn 1,5 milljarður – DV

0
108

Fiorentina sem má flokka sem stórveldi í ítölskum fótbolta er samkvæmt fréttum þar í landi að skoða að kaupa Albert Guðmundsson framherja Genoa.

Albert hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í vetur með Genoa í næst efstu deild á Ítalíu. Sagt er að Fiorentina sé tilbúið að greiða 10 milljónir evra fyrir Albert.

Fiorentina er að leita að arftaka Arthur Carbal sem er á förum í sumar og er sagt að Fiorentina horfi á Albert sem hinn fullkomna arftaka.

Albert hefur átt góða spretti með Genoa í næst efstu deild og heillað marga.

Albert hefur ekki verið í landsliðinu í marga mánuði en hann og Arnar Viðarsson náðu ekki saman, sakaði Arnar hinn öfluga sóknarmann um að vilja ekki vera í hópnum nema hann myndi byrja flesta leiki.

Age Hareide sem er nýr landsliðsþjálfari Íslands hefur hins vegar boðað endurkomu Alberts í landsliðið í júní.