3 C
Grindavik
14. maí, 2021

Strandveiðar 2021: 48 dagar og 11 þúsund tonn

Skyldulesning

Strandveiðar hefjast í maí.

mbl.is/Alfons Finnsson

Heimilt verður að veiða 11.100 tonn í strandveiðum ársins, s.s. maí, júní, júlí og ágúst 2021. Þar af 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa. Reglugerð um strandveiðar ársins hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda og hefur Fiskistofa opnað fyrir umsóknir um strandveiðileyfi.

Í reglugerðinni segir jafnframt að hverjum strandveiðibát verði heimilt að veiða í 12 daga í hvern mánuð eða 48 daga á tímabilinu. Óheimilt er að stunda strandveiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Hver veiðiferð má eigi standa yfir lengur en 14 klukkustundir og má afli ekki vera umfram 650 kíló í hverri ferð. Óheimilt er að hafa fleiri en fjórar handfærarúllur um borð

Þá skiptast heimildir til strandveiða á fjögur svæði: Eyja- og Miklaholtshreppur – Súðavíkurhreppur, Strandabyggð – Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit – Djúpavogshreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður – Borgarbyggð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir