9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Strangari reglur en hjá flestum

Skyldulesning

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/RAX

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir nauðsynlegt að ráðist verði í afléttingar á landamæratakmörkunum sem nú eru í gildi. Enda séu þær strangari en hjá flestum öðrum Evrópulöndum.

„Við göngum út frá því að þetta verði fellt niður þegar reglugerðin sem nú er fellur úr gildi og minnum á að það væri óskynsamlegt í alla staði að gera það ekki,“ segir hún.

Fyrirtækin séu löskuð eftir faraldurinn og mörg búin að safna skuldum. Þó hafi þau vissulega orðið fyrir mismiklu hnjaski eftir því hve mikið þau þurfa að treysta á erlenda ferðamenn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir