Stressaðar plöntur „öskra“ – Hljómar eins og þegar bóluplast er sprengt – DV

0
114

Niðurstöður rannsóknar á tómatplöntum og tóbaksplöntum benda til að þær sendi frá sér örhljóðsbylgjur þegar þær eru þurrar eða verða fyrir skemmdum. Plönturnar eru sagðar senda slík hljóð, sem líkjast því sem heyrst þegar bóluplast er sprengt, frá sér þegar þær eru þurrar eða eru klipptar með skærum. Þessi hljóð eru á svo hárri tíðni að mannseyra getur ekki numið þau.

Live Science segir að þrátt fyrir að mannseyra heyri ekki þessi hljóð án tækniaðstoðar, þá geti fjöldi spendýrategunda, skordýr og jafnvel aðrar plöntur heyrt þessi öskur og svarað þeim.

Segja vísindamennirnir að þessa uppgötvun þeirra verði hugsanlega hægt að nota til að þróa upptökutæki og gervigreind til að fylgjst með merkjum af þessu tagi, sem benda til ofþornunar eða sjúkdóma, hjá plöntum.