8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Streymi frá geðheilbrigðisþingi

Skyldulesning

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra stendur fyrir geðheilbrigðisþingi í dag, miðvikudag, og hefst það klukkan 9 og stendur til 11. Hér er hægt að fylgjast með þinginu beint í gegnum streymi. 

Markmið þingsins er að móta framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum. Á þinginu talar breiður hópur fyrirlesara, bæði sérfræðingar út frá sinni þekkingu og notendur sem tala út frá eigin reynslu.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun opna þingið með sínum vangaveltum um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum.

Þá mun fjölbreyttur hópur fólks taka til máls og fjalla m.a. um fimm lykilatriði sem þau telja mikilvæg varðandi framtíðarsýn í málaflokknum. Þátttakendum í streymi gefst kostur á að koma á framfæri vangaveltum og spurningum í gegnum Slido forritið en spurningar verða teknar jafnt og þétt yfir þingið og svo í lokin í pallborðsumræðum.

Fyrirlesarar eru Karen Geirsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis, Héðinn Unnsteinsson, formaður Landsamtakanna Geðhjálpar, Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, Bóas Valdórsson sálfræðingur hjá Menntaskólanum í Hamrahlíð, Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Heilsugæslunni í Garðabæ, Ingólfur Sveinn Ingólfsson, yfirlæknir Geðheilsuteymis vestur, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.

Fundarstjórar eru Felix Bergsson og Ingibjörg Sveinsdóttir.

Innlendar Fréttir