Stríðið óendanlega

0
93

Ís­land ætl­ar sér að verða eina land­ið í heim­in­um sem hef­ur sigr­að stríð­ið gegn fíkni­efn­um svo stjórn­völd þurfi ekki að horf­ast í augu við hvað raun­veru­leg­ar úr­bæt­ur kosta.

Ísland ætlar að verða fyrsta og eina landið í sögu mannlegrar siðmenningar til að sigra stríðið gegn fíkniefnum. Vissulega hefur bókstaflega öllum þjóðum heims mistekist fullkomlega í þeirri vegferð, og raunar gert félagslegar aðstæður allra sem að þessum heimi koma bæði verri og hættulegri. En við erum Íslendingar; afkomendur víkinga. Þjóðin sem fangelsaði alla bankamennina og varði vítaspyrnu frá Messi. Eitt fullkomlega glórulaust stríð við vindmyllur og drauga er ekkert fyrir svona heljarmenni. Það er eins og yfirvöld hafi klárað að horfa á The Wire og hugsað með sér: „Það vantaði bara herslumuninn þarna í Baltimore og þá hefði þetta verið komið hjá þeim.“

Eitt af fjölmörgum vandamálum heilbrigðisráðherra í þessum málaflokki var líklega slæm væntingastjórnun. Hann setti sjálfur saman starfshóp í fyrra til þess að semja með sér frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta. Síðan þá hefur staða fólks í vímuvanda aðeins versnað og í staðinn fyrir að bregðast við hefur hæstvirtur ráðherra ákveðið að setja frumvarpið enn á ný í frost. Það var eins og yfirvöld hafi í eitt andartak vaknað upp af áratugalöngu dái til þess eins að lúðra út einu löngu freti, andvarpa og lognast aftur út af.

Í staðinn ætla heilbrigðisyfirvöld að setja meiri púður í „skaðaminnkandi úrræði“, sem er hlægileg leikáætlun beint í kjölfarið á því að slá eina raunverulega skaðaminnkandi úrræðið út af borðinu. „Við höfum ákveðið að nota ekki sýklalyf við þessum faraldri að þessu sinni, en í staðinn ætlum við að stórauka notkun okkar á blóðsugum, kírópraktorum og heilandi bænum.“

Ríkisfjármögnuð jaðarsetningarvél Það er engin raunveruleg langtíma-skaðaminnkun án afglæpavæðingar því að á meðan samfélagið lítur enn á fíknisjúkdóma sem viðfang lögreglu en ekki heilbrigðisyfirvalda er ekkert öruggt athvarf fyrir fólk sem stríðir við fíkn; það mun ekkert traust ríkja á milli notenda vímuefna og hins opinbera. Það mun áfram vera ótti við að leita sér heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu, ótti við að vera brennimerktur og svo auðvitað óttinn við að vera einfaldlega handtekinn. Í staðinn fyrir að takast á við vandann er honum haldið á jaðrinum, undir yfirborðinu. Það virkar ekki og hefur aldrei virkað.

Það á bara að halda áfram að reka þessa ríkisfjármögnuðu jaðarsetningarvél sem breytir sjúklingum í glæpamenn. Þetta er vanhugsaður skepnuskapur af sama kaliberi og hvernig var komið fram við fólk með geðsjúkdóma fyrir 200 árum (og er reyndar að mörgu leyti enn komið fram við fólk með geðsjúkdóma, en það er annað mál). 

Sigmundur sem fékk aldrei boð í skemmtilegt partí Upphaf þessarar umræðu var fyrirspurn á þingi frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem virðist hafa fundið sér vonda málstað vikunnar til þess að verja í von um að hann nái að hitta eins og einu sinni í mark á popúlista-píluspjaldinu í þessum dauðakippum hans pólitíska ferils. Hann vill meina að agaleysi nútímans sé helsti skaðvaldurinn hér; að það séu of litlar afleiðingar af því að fikta við vímuefnaneyslu í dag.

„Í minni tíð í menntaskóla, seint á síðustu öld, mætti enginn í bekkjarpartí með ólögleg fíkniefni.“

„Í fyrsta lagi trúi ég því algjörlega að Sigmundi hafi aldrei verið boðið í skemmtilegt partí.“ Sagði Sigmundur í viðtali á Sprengisandi máli sínu til stuðnings. Í fyrsta lagi trúi ég því algjörlega að Sigmundi hafi aldrei verið boðið í skemmtilegt partí. Hann virðist frekar vera týpan sem sat með fjórum uppskrúfuðum vinum sínum sem skiptust á að lesa upp úr skrifum Edmund Burke fyrir hver annan. Í öðru lagi er frekar fyndið að hlusta á stjórnmálamann sem hefur gagnrýnt tilfinningasemi fólks í pólitískri umræðu nota eitthvert gagnslaust dæmi frá eigin bitlausu uppvaxtarárum sem rök sem eiga sér bókstaflega engar vísindalegar stoðir í raunveruleikanum.

Ég er raunar hættur að skilja hvert endamarkmiðið með þessari tegund af hundaflautupólitík er. Er það einu sinni hundaflauta ef enginn virðist heyra í henni? Hann er meira eins og Rose á flekanum að reyna að puðra máttleysislega í flautu í veikri von um að einhver tosi hann upp í björgunarbát áður en hann sekkur ofan í hyldýpi gleymskunnar. Ætli stærsti ósigur Sigmundar í pólitík verði ekki að honum tókst aldrei að verða sérstaklega sannfærandi eða góður popúlisti.

Hægt að fara að leysa alvöru glæpi  Það er því galið að kerfið virðist taka undir þessa afstöðu Sigmundar. Kerfið ætti þvert á móti að fagna afglæpavæðingu. Það er nú þegar í yfirlýstu stríði við skipulagða glæpahópa. Stríð sem er að miklu leyti heimatilbúið með þessari vanhugsuðu refsistefnu sem býr til jarðveg fyrir starfsemi þessara hópa. Stóra lausnin er beint fyrir framan okkur en við kjósum frekar að plástra það með því að láta vanfjármagnaða og undirmannaða löggæslu fá sífellt stærri vopn í von um að við getum barið það vandamál í burtu líka. Pælið í öllum alvöru glæpunum sem væri hægt að leysa ef svona mikil orka færi ekki í að handjárna sjúklinga fyrir það eitt að framkvæma fullkomlega fyrirbyggjanlega glæpi í heimatilbúnu umhverfi örvæntingar sem þetta fólk er neytt til þess að lifa í.

Lögreglan segir að það verði allt of flókið að reyna að ákvarða hvað sé neysluskammtur og hvað ekki. Hvernig væri bara að ef þetta er ekki teipaður plastmúrsteinn með símanúmerinu hans Svedda tannar utan á þá bara látið þið þetta slæda og farið að pæla í einhverju öðru?

Auðveldara að líta á veikt fólk sem glæpamenn Ég er enginn sérfræðingur í þessum málaflokki. Langt því frá. Ég er bara að endurtaka það sem nánast allir sem hafa menntun í, vit á og reynslu úr þessum heimi hafa verið að segja í áratugi. Það er ekki neitt sérstaklega umdeild skoðun að segja að núverandi kerfi virkar ekki. Meira að segja fólkið sem heldur hlífiskildi yfir þessu kerfi viðurkennir að það virkar ekki. Það er bara ekki tilbúið að breyta því.

Stríð enda Sannleikurinn er líklega ótti við hvað úrbætur kosta. Að taka glæpinn úr fíkniefnaneyslu og viðurkenna að þetta sé fyrst og fremst félagslegt heilbrigðisvandamál er að horfast í augu við misskiptingu og kerfislæga jaðarsetningu. Það er að horfast í augu við að þurfa að stórefla velferðar- og heilbrigðiskerfið. Það kostar að hugsa það til enda að það séu dýpri samfélagsmein sem þurfi að takast á við. Það er auðveldara að líta bara á þetta fólk sem glæpamenn og aumingja sem þurfa bara aðeins að herða sig. Það virðist ekki vera geta né vilji á Alþingi til þess að fara í djúpa naflaskoðun. Það virðist þvert á móti vera gríðarlegt óþol fyrir því að taka eina einustu teljandi ákvörðun innan löggjafans þegar kemur að nokkrum sköpuðum hlut, hvort sem það er skaðaminnkun, heilbrigðismál, loftslagsmál, efnahagsmál eða nokkuð annað. Og aftur verður maður að spyrja sig: til hvers er þetta fólk?

Það er ekki eins og við værum að finna upp hjólið hérna. Það er komin ríflega 20 ára reynsla á breyttri refsistefnu í Portúgal. Þar hefur árangurinn verið ótvíræður; rannsóknir hafa sýnt að vímuefnaneytendum hefur fækkað umtalsvert í́ Portúgal og á́ það við um allar tegundir fíkniefna. Dauðsföllum vegna fíkniefnaneyslu hefur fækkað mikið, HIV-smitum hefur fækkað og fleiri sækja sér örugga heilbrigðisþjónustu. Fordæmin eru til. Við bara þorum ekki að fylgja þeim.

Það er enginn að halda því fram að búa til refsilaust umhverfi í kringum fíkniefnaneyslu muni leysa ópíóíðafaraldurinn eitt og sér. Þetta er ekki hugsað sem viðurkenning á skaðleysi vímuefna eða einhver töfrapilla. Það þarf fjölmargar ólíkar lausnir, fjármagn og gjörbreytta nálgun. Markmiðið væri einfaldlega að búa til umhverfi sem opnar dyrnar fyrir fólk sem hefur verið sett á jaðarinn af mannfjandsamlegu kerfi. Hleypa þessu fólki inn, veita því þjónustu, taka utan um það og reyna að aðstoða innan frá. Þetta er spurning um mannhelgi og reisn, spurning um að mæta fólki eins og það er. Þetta snýst um að viðurkenna eðli vandamálsins frekar en að hlaupa í burtu frá því. Vandamál sem á rætur sínar í flóknum félagslegum þáttum, misskiptingu og löskuðu geðheilbrigðiskerfi verður ekki leyst með enn meiri jaðarsetningu, stigmatíseringu og einangrun. Það er ekki hægt að berja fíknina úr fólki með vendi. Það hefur aldrei verið hægt.

Eins og rannsóknarlögreglumaðurinn Ellis Carver sagði í The Wire fyrir rúmum tveimur áratugum:

„Þú getur ekki einu sinni kallað þetta stríð. Stríð enda.”

Kjósa

22

Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir Tengdar greinar

Kjaftæði

Hrafn JónssonEin göm­ul, ein ný

Dauði víd­eó­leiga og Frétta­blaðs­ins er brott­hvarf hins áþreif­an­lega veru­leika. Allt er að hverfa inn í faðm al­gríms­ins.

Hrafn JónssonStrámanna­brenn­an

Vin­sælt um­ræðu­tól hjá yf­ir­völd­um og lobbí­ist­um hags­muna­afla í sam­fé­lag­inu; áhrifa­laus al­menn­ing­ur er alltaf að­al­vanda­mál­ið og þar af leið­andi hlýt­ur hann að vera lausn­in líka.

Mest lesið

1

Ætla aldrei aft­ur á Land­spít­al­ann vegna með­göngu

Í tvígang missti Salóme Ýr Svavars­dótt­ir fóst­ur. Í fyrra skipt­ið var hún geng­in rúm­lega ell­efu vik­ur. Eft­ir að hún fékk eink­irn­inga­sótt var henni tjáð að helm­ings­lík­ur væru á að hún héldi fóstr­inu. Ell­efu ár­um síð­ar sit­ur þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka að­eins einn dag í einu.

2

Símon VestarrReykja­nes­bæj­ar­bú­inn sem var aldrei spurð­ur

„Það er það eina sem ras­ismi er. Rang­hug­mynd sem fólk þarf hjálp við að sigr­ast á. Fyrsta skref­ið er að við­ur­kenna vand­ann. Hætta að fara und­an í flæm­ingi.“ Sím­on Vest­arr Hjalta­son skrif­ar um birt­ing­ar­mynd­ir kyn­þátta­for­dóma.

3

Bú­inn að bíða eft­ir að það yrði ek­ið á hann

Kristján Finns­son var á leið til vinnu með dótt­ur sína í eft­ir­dragi þeg­ar stærð­ar­inn­ar pall­bíll þver­aði hjóla­stíg í Borg­ar­túni fyr­ir­vara­laust. Feðg­in­in sluppu vel frá slys­inu. Kristján hjól­ar göt­una reglu­lega og hef­ur oft þurft að forða árekstri. Hann kall­ar eft­ir auk­inni með­vit­und öku­manna.

4

Sif SigmarsdóttirÓsjálf­bjarga óvit­ar

Disney­land hafði frá opn­un ár­ið 1955 þótt skemmti­garð­ur í hæsta gæða­flokki þar sem ýtr­ustu ör­yggis­kröf­um var fram­fylgt. Hvað fór úr­skeið­is?

5

Vör­uð við að tala eins og „ras­ist­ar út í loft­ið“

Bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­nes­bæ full­yrti á bæj­ar­stjórn­ar­fundi að í versl­un­um í bæn­um væru neyð­ar­hnapp­ar vegna hæl­is­leit­enda. Hann við­ur­kenn­ir nú að þetta sé ekki rétt. Á fund­in­um tal­aði bæj­ar­full­trúi Um­bót­ar um ágang hæl­is­leit­enda. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var­aði fólk við að tala eins og ras­ist­ar. Verk­efna­stjóri hjá Rauða kross­in­um seg­ir slæmt þeg­ar yf­ir­völd láti ljót orð, byggð á sögu­sögn­um, falla um flótta­fólk sem sé í af­ar við­kvæmri stöðu.

6

GagnrýniArkitektúr Hlíðarendi

Þétt byggð á Hlíðar­enda alltaf betri kost­ur en nýtt út­hverfi

Magnea Þ. Guð­munds­dótt­ir arki­tekt rýn­ir í bygg­ing­ar og svæði. Að þessu sinni í borg­ar­rým­ið Hlíðar­enda.

7

„Það er erfitt að hætta þessu“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra, sem fer með hús­næð­is­mál í rík­is­stjórn­inni, seg­ir að sá hús­næð­isstuðn­ing­ur sem ver­ið sé að veita í gegn­um skatt­frjáls­an sér­eign­ar­sparn­að til að greiða nið­ur íbúðalán sé „gríð­ar­leg­ur“. Hann gengst við því að stuðn­ing­ur­inn sé að uppi­stöðu ekki að lenda hjá hóp­um sem þurfi helst á hon­um að halda. Reynt hafi ver­ið að hætta með úr­ræð­ið en þrýst­ing­ur hafi ver­ið sett­ur á að við­halda því. Því verði þó hætt í lok næsta árs og fram und­an sé við­snún­ing­ur á því hús­næð­isstuðn­ings­kerfi sem ver­ið hef­ur við lýði.

Mest lesið

1

Ætla aldrei aft­ur á Land­spít­al­ann vegna með­göngu

Í tvígang missti Salóme Ýr Svavars­dótt­ir fóst­ur. Í fyrra skipt­ið var hún geng­in rúm­lega ell­efu vik­ur. Eft­ir að hún fékk eink­irn­inga­sótt var henni tjáð að helm­ings­lík­ur væru á að hún héldi fóstr­inu. Ell­efu ár­um síð­ar sit­ur þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka að­eins einn dag í einu.

2

Símon VestarrReykja­nes­bæj­ar­bú­inn sem var aldrei spurð­ur

„Það er það eina sem ras­ismi er. Rang­hug­mynd sem fólk þarf hjálp við að sigr­ast á. Fyrsta skref­ið er að við­ur­kenna vand­ann. Hætta að fara und­an í flæm­ingi.“ Sím­on Vest­arr Hjalta­son skrif­ar um birt­ing­ar­mynd­ir kyn­þátta­for­dóma.

3

Bú­inn að bíða eft­ir að það yrði ek­ið á hann

Kristján Finns­son var á leið til vinnu með dótt­ur sína í eft­ir­dragi þeg­ar stærð­ar­inn­ar pall­bíll þver­aði hjóla­stíg í Borg­ar­túni fyr­ir­vara­laust. Feðg­in­in sluppu vel frá slys­inu. Kristján hjól­ar göt­una reglu­lega og hef­ur oft þurft að forða árekstri. Hann kall­ar eft­ir auk­inni með­vit­und öku­manna.

4

Sif SigmarsdóttirÓsjálf­bjarga óvit­ar

Disney­land hafði frá opn­un ár­ið 1955 þótt skemmti­garð­ur í hæsta gæða­flokki þar sem ýtr­ustu ör­yggis­kröf­um var fram­fylgt. Hvað fór úr­skeið­is?

5

Vör­uð við að tala eins og „ras­ist­ar út í loft­ið“

Bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­nes­bæ full­yrti á bæj­ar­stjórn­ar­fundi að í versl­un­um í bæn­um væru neyð­ar­hnapp­ar vegna hæl­is­leit­enda. Hann við­ur­kenn­ir nú að þetta sé ekki rétt. Á fund­in­um tal­aði bæj­ar­full­trúi Um­bót­ar um ágang hæl­is­leit­enda. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var­aði fólk við að tala eins og ras­ist­ar. Verk­efna­stjóri hjá Rauða kross­in­um seg­ir slæmt þeg­ar yf­ir­völd láti ljót orð, byggð á sögu­sögn­um, falla um flótta­fólk sem sé í af­ar við­kvæmri stöðu.

6

GagnrýniArkitektúr Hlíðarendi

Þétt byggð á Hlíðar­enda alltaf betri kost­ur en nýtt út­hverfi

Magnea Þ. Guð­munds­dótt­ir arki­tekt rýn­ir í bygg­ing­ar og svæði. Að þessu sinni í borg­ar­rým­ið Hlíðar­enda.

7

„Það er erfitt að hætta þessu“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra, sem fer með hús­næð­is­mál í rík­is­stjórn­inni, seg­ir að sá hús­næð­isstuðn­ing­ur sem ver­ið sé að veita í gegn­um skatt­frjáls­an sér­eign­ar­sparn­að til að greiða nið­ur íbúðalán sé „gríð­ar­leg­ur“. Hann gengst við því að stuðn­ing­ur­inn sé að uppi­stöðu ekki að lenda hjá hóp­um sem þurfi helst á hon­um að halda. Reynt hafi ver­ið að hætta með úr­ræð­ið en þrýst­ing­ur hafi ver­ið sett­ur á að við­halda því. Því verði þó hætt í lok næsta árs og fram und­an sé við­snún­ing­ur á því hús­næð­isstuðn­ings­kerfi sem ver­ið hef­ur við lýði.

8

Kristlín DísLengi get­ur vont versn­að

Heimsenda­spá­kon­an Kristlín Dís sér ekki eft­ir neinu í líf­inu. Eða hvað?

9

Við­ar: „Grafal­var­legt mál“ þeg­ar kjörn­ir full­trú­ar kynda und­ir gróu­sög­ur

Vara­þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að sögu­sagn­ir af meintri hegð­un og at­ferli flótta­fólks í Reykja­nes­bæ séu not­að­ar til að skauta sam­fé­lag­ið í „við og þau“.

10

Margrét TryggvadóttirSjálfsala­menn­ing­in í Kópa­vogi

Ýms­ir hafa tek­ið and­köf yf­ir nið­ur­skurð­ar­hnífn­um sem mund­að­ur hef­ur ver­ið í kring­um menn­ing­ar­stofn­an­ir Kópa­vogs und­an­farn­ar vik­ur en meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í bæn­um hef­ur nú sam­þykkt til­lög­ur bæj­ar­stjór­ans í þeim efn­um. Til­lög­urn­ar sem voru leynd­ar­mál fram að af­greiðslu fela með­al ann­ars í sér nið­ur­lagn­ingu Hér­aðs­skjala­safns Kópa­vogs, án þess að starf­semi þess hafi ver­ið kom­ið ann­að og nið­ur­lagn­ingu á rann­sókn­ar­hluta Nátt­úru­fræði­stofu…

Mest lesið í vikunni

1

Eig­andi Arn­ar­lax ótt­ast að tími sjókvía sé senn á enda á Ís­landi

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar AS, stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, hef­ur áhyggj­ur af því að tími sjókvía á Ís­landi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þró­ar fyr­ir­tæk­ið af­l­ands­lausn­ir í lax­eldi sem flytja eiga iðn­að­inn út á rúm­sjó.

2

Fóru tóm­hent heim af fæð­ing­ar­deild­inni

Særós Lilja Tor­d­enskjöld Berg­sveins­dótt­ir var geng­in 23 vik­ur með sitt fyrsta barn þeg­ar ógæf­an skall á. Hún lýs­ir hér að­drag­and­an­um að barn­smissi, dvöl­inni á spít­al­an­um og sorg­inni.

3

SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði

Mann­legu af­leið­ing­arn­ar af einni stöðu­veit­ingu ráð­herra

Mál Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur hjá Mennta­sjóði náms­manna hef­ur haft fjöl­þætt­ar af­leið­ing­ar á síð­ustu 10 ár­um. Áminn­ing sem hún var með vegna sam­skipta­vanda­mála í ráðu­neyti var aft­ur­köll­uð og Ill­ugi Gunn­ars­son skip­aði hana þvert á mat stjórn­ar LÍN. Síð­an þá hafa kom­ið upp tvö einelt­is­mál í Mennta­sjóði náms­manna og ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú stofn­un­ina vegna þessa.

4

Ætla aldrei aft­ur á Land­spít­al­ann vegna með­göngu

Í tvígang missti Salóme Ýr Svavars­dótt­ir fóst­ur. Í fyrra skipt­ið var hún geng­in rúm­lega ell­efu vik­ur. Eft­ir að hún fékk eink­irn­inga­sótt var henni tjáð að helm­ings­lík­ur væru á að hún héldi fóstr­inu. Ell­efu ár­um síð­ar sit­ur þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka að­eins einn dag í einu.

5

Katrín JúlíusdóttirAð líta upp

Katrín Júlí­us­dótt­ir þreifst um langt skeið á streitu­kenndri full­komn­un­ar­áráttu. Hún hafn­aði þeirri Pol­lýönnu sem sam­ferða­fólk líkti henni við, fannst hún ekki nógu töff fyr­ir sig, en tek­ur Pol­lýönnu og nálg­un henn­ar á líf­ið nú opn­um örm­um.

6

Hjálmtýr HeiðdalGeirfinns­mál­ið í nýju ljósi

Spíra­mál­ið – Ávís­ana­mál­ið – Klúbb­mál­ið og Geirfinns­mál­ið

7

Símon VestarrReykja­nes­bæj­ar­bú­inn sem var aldrei spurð­ur

„Það er það eina sem ras­ismi er. Rang­hug­mynd sem fólk þarf hjálp við að sigr­ast á. Fyrsta skref­ið er að við­ur­kenna vand­ann. Hætta að fara und­an í flæm­ingi.“ Sím­on Vest­arr Hjalta­son skrif­ar um birt­ing­ar­mynd­ir kyn­þátta­for­dóma.

Mest lesið í mánuðinum

1

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.

2

Þórður Snær Júlíusson„Það vík­ur ekki þeg­ar það labb­ar á miðri götu og ég er að keyra göt­una“

Til­raun stend­ur yf­ir við að flytja inn menn­ing­ar­stríð til Ís­lands sem póli­tísk­ir lukk­uridd­ar­ar hafa getað nýtt sér ann­ars stað­ar í leit að völd­um. Það snýst um að skipta heim­in­um upp, á grund­velli hræðslu­áróð­urs, í „okk­ur“ og „hin­a“. Svart­hvíta mynd sem að­grein­ir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráð­ast svo á ímynd­aða and­stæð­ing­inn.

3

Kristján Ein­ar var dæmd­ur fyr­ir of­beld­is­fullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

4

ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

Loks­ins frjáls úr hel­víti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.

5

ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

6

Íbú­ar um flótta­fólk: „Mik­ið af þessu á flakki á nótt­unni“

Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar heim­sóttu Reykja­nes­bæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orð­róm sem geng­ið hef­ur um bæ­inn, að ógn stafi af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd.

7

Eig­andi Arn­ar­lax ótt­ast að tími sjókvía sé senn á enda á Ís­landi

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar AS, stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, hef­ur áhyggj­ur af því að tími sjókvía á Ís­landi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þró­ar fyr­ir­tæk­ið af­l­ands­lausn­ir í lax­eldi sem flytja eiga iðn­að­inn út á rúm­sjó.

Mest lesið í mánuðinum

1

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.

2

Þórður Snær Júlíusson„Það vík­ur ekki þeg­ar það labb­ar á miðri götu og ég er að keyra göt­una“

Til­raun stend­ur yf­ir við að flytja inn menn­ing­ar­stríð til Ís­lands sem póli­tísk­ir lukk­uridd­ar­ar hafa getað nýtt sér ann­ars stað­ar í leit að völd­um. Það snýst um að skipta heim­in­um upp, á grund­velli hræðslu­áróð­urs, í „okk­ur“ og „hin­a“. Svart­hvíta mynd sem að­grein­ir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráð­ast svo á ímynd­aða and­stæð­ing­inn.

3

Kristján Ein­ar var dæmd­ur fyr­ir of­beld­is­fullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

4

ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

Loks­ins frjáls úr hel­víti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.

5

ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

6

Íbú­ar um flótta­fólk: „Mik­ið af þessu á flakki á nótt­unni“

Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar heim­sóttu Reykja­nes­bæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orð­róm sem geng­ið hef­ur um bæ­inn, að ógn stafi af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd.

7

Eig­andi Arn­ar­lax ótt­ast að tími sjókvía sé senn á enda á Ís­landi

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar AS, stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, hef­ur áhyggj­ur af því að tími sjókvía á Ís­landi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þró­ar fyr­ir­tæk­ið af­l­ands­lausn­ir í lax­eldi sem flytja eiga iðn­að­inn út á rúm­sjó.

8

Hvað gerð­ist eig­in­lega í Elon Musk við­tal­inu?

Elon Musk ræddi við frétta­mann BBC í tæpa klukku­stund nú á dög­un­um. Við­tal­ið hef­ur far­ið eins og eldsveip­ur um net­heima. Heim­ild­in tók sam­an meg­in at­riði við­tals­ins.

9

Ásmund­ur Ein­ar skráði ekki hús sem hann leig­ir út á 400 þús­und á mán­uði í hags­muna­skrá

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, seg­ir að það hafi ver­ið mis­tök að hús sem hann á í Borg­ar­nesi hafi ekki ver­ið skráð í hags­muna­skrá. Ráð­herr­ann og eig­in­kona hans hafa leigt hús­ið út fyr­ir 400 þús­und á mán­uði síð­ast­lið­ið ár. Sam­kvæmt regl­um um hags­muna­skrán­ingu eiga þing­menn að til­greina fast­eign­ir sem þeir búa ekki í hags­muna­skrán­ingu sem og tekj­ur sem þeir hafa af þeim.

10

Fóru tóm­hent heim af fæð­ing­ar­deild­inni

Særós Lilja Tor­d­enskjöld Berg­sveins­dótt­ir var geng­in 23 vik­ur með sitt fyrsta barn þeg­ar ógæf­an skall á. Hún lýs­ir hér að­drag­and­an­um að barn­smissi, dvöl­inni á spít­al­an­um og sorg­inni.

Nýtt efni

Ung og töff með stutt­skíf­ur

Dr. Gunni er hrif­inn af tveim­ur upp­renn­andi ungst­irn­um: Daniil og Lúpínu.

Efn­ir til „alls­herj­ar af­vopn­un­ar“ eft­ir tvær mann­skæð­ar skotárás­ir

Skot­vopna­lög­gjöf í Serbíu verð­ur hert eft­ir að 17 lét­ur líf­ið í tveim­ur skotárás­um sem gerð­ar voru í land­inu með stuttu milli­bili í vik­unni. Al­eks­and­ar Vucic, for­seti Serbíu ætl­ar að efna til „alls­herj­ar af­vopn­un­ar“.

Þorvaldur GylfasonÓdáða­eign­ir

Hvað er hægt að gera til að end­ur­heimta ráns­feng ein­ræð­is­herra og fá­valda?

Stjórn­völd vita ekki hversu marg­ir flótta­menn frá Venesúela eru á Ís­landi

Út­lend­inga­stofn­un býr ekki yf­ir upp­lýs­ing­um um hversu marg­ir íbú­ar frá Venesúela sem feng­ið hafa vernd sem flótta­menn hér á landi eru enn þá hér. Stjórn­völd hafa ákveð­ið að hætta að veita Venesúela­bú­um sjálf­krafa við­bót­ar­vernd hér á landi vegna breyttra að­stæðna í land­inu.

Íbúða­verð hef­ur marg­fald­ast, vaxta­kostn­að­ur stór­auk­ist og snjó­hengja fram und­an

Gríð­ar­leg aukn­ing ferða­manna og fjölg­un þeirra sem starfa við ferða­þjón­ustu hef­ur auk­ið eft­ir­spurn eft­ir íbúð­um á Ís­landi veru­lega. Íbúa­fjöld­inn nálg­ast 400 þús­und og íbú­um fjölg­ar um þús­und á mán­uði. Seðla­banka­stjóra var brugð­ið þeg­ar þess­ar töl­ur voru sett­ar fyr­ir fram­an hann og hvatti hann banka til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Hrafn JónssonStríð­ið óend­an­lega

Ís­land ætl­ar sér að verða eina land­ið í heim­in­um sem hef­ur sigr­að stríð­ið gegn fíkni­efn­um svo stjórn­völd þurfi ekki að horf­ast í augu við hvað raun­veru­leg­ar úr­bæt­ur kosta.

Gam­all Karl í nýju hlut­verki

Erfitt efna­hags­ástand í Bretlandi og blóð­ug saga kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar hef­ur vald­ið spennu yf­ir kom­andi krýn­ingu Karls hins þriðja Breta­kon­ungs. Pró­fess­or í sagn­fræði seg­ir kon­ungs­dæm­ið til­heyra forn­um heimi.

Spennt að lýsa kon­ung­legri skraut­sýn­ingu í beinni

Anna Lilja Þór­is­dótt­ir, frétta­mað­ur á RÚV, mun lýsa krýn­ingu Karls Breta­kon­ungs í beinni út­send­ingu á RÚV. Þetta er í fyrsta sinn sem hún lýs­ir kon­ung­legri at­höfn og spennu­stig­ið er hátt hjá kon­ungssinn­an­um, sem seg­ir að bú­ast megi við sann­kall­aðri skraut­sýn­ingu.

Margrét TryggvadóttirSjálfsala­menn­ing­in í Kópa­vogi

Ýms­ir hafa tek­ið and­köf yf­ir nið­ur­skurð­ar­hnífn­um sem mund­að­ur hef­ur ver­ið í kring­um menn­ing­ar­stofn­an­ir Kópa­vogs und­an­farn­ar vik­ur en meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í bæn­um hef­ur nú sam­þykkt til­lög­ur bæj­ar­stjór­ans í þeim efn­um. Til­lög­urn­ar sem voru leynd­ar­mál fram að af­greiðslu fela með­al ann­ars í sér nið­ur­lagn­ingu Hér­aðs­skjala­safns Kópa­vogs, án þess að starf­semi þess hafi ver­ið kom­ið ann­að og nið­ur­lagn­ingu á rann­sókn­ar­hluta Nátt­úru­fræði­stofu…

Vaxta­bóta­kerf­ið fyr­ir tekju­lægri sem var yf­ir­gef­ið

Ár­ið 2013 voru greidd­ir 9,1 millj­arð­ur króna á þávirði í hús­næð­isstuðn­ing í gegn­um vaxta­bót­ar­kerf­ið, sem mið­að er að tekju­lægri og eignam­inni hóp­um sam­fé­lags­ins. Í fyrra fengu heim­ili lands­ins um tvo millj­arða króna í vaxta­bæt­ur.

„Ausa ras­ism­an­um yf­ir allt og alla“

Þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar seg­ir sorg­legt að sjá kjörna full­trúa „ausa ras­ism­an­um yf­ir allt og alla“ og er að vísa til um­mæla Ásmund­ar Frið­riks­son­ar, þing­manns og nokk­urra bæj­ar­full­trúa í Reykja­nes­bæ um flótta­fólk og um­sækj­end­ur um vernd. Formað­ur þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir slíka orð­ræðu vatn á myllu öfga­afla. Þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna, seg­ir skipta öllu máli að kom­ið sé fram við flótta­fólk af virð­ingu. Það sé ekki gert þeg­ar ýtt sé und­ir ástæðu­laus­an ótta.

For­sæt­is­ráð­herra und­ir­býr Súða­vík­ur­rann­sókn

For­sæt­is­ráð­herra hef­ur fal­ið emb­ætt­is­mönn­um að vinna grein­ar­gerð um það hvernig best verði stað­ið að rann­sókn á snjóflóð­inu í Súða­vík. Hún seg­ir mik­il­vægt að hlusta á kröf­ur að­stand­enda um að mál­ið verði upp­lýst að fullu. „Loks­ins rof­ar til og sést til sól­ar“ seg­ir Haf­steinn Núma­son.

Mest lesið undanfarið ár

1

Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.

2

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/

3

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.

4

„Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.

5

Lifði af þrjú ár á göt­unni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.

6

„Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.

7

Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.

8

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.

9

Magda­lena – „Til þess að fá nálg­un­ar­bann, þá verð­ur þú að fá hann til að ráð­ast á þig“

Magda­lena Valdemars­dótt­ir var föst í of­beld­is­sam­bandi í 10 mán­uði og seg­ir of­beld­ið hafi hald­ið áfram þrátt fyr­ir sam­bands­slit. Al­var­legt of­beldi á sér stund­um stað eft­ir sam­bands­slit og það er ekk­ert sem seg­ir að þeg­ar of­beld­is­sam­bandi sé slit­ið þá sé of­beld­ið bú­ið. Ár­ið 2017 kærði Magda­lena barns­föð­ur sinn fyr­ir til­raun til mann­dráps. Barns­fað­ir henn­ar fékk 18 mán­að fang­elsi fyr­ir hús­brot, eigna­spjöll og lík­ams­árás með því að hafa ruðst inn til henn­ar, sleg­ið hana tví­veg­is með flöt­um lófa í and­lit en jafn­framt tek­ið hana í tvisvar sinn­um kverka­taki með báð­um hönd­um þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var geng­in 17 vik­ur á leið með tví­bura þeirra.

10

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.