Home Uncategorized Stríðsæsingamaðurinn Lindsey Graham hvetur Bandaríkin að fara í stríð gegn Rússlandi –...

Stríðsæsingamaðurinn Lindsey Graham hvetur Bandaríkin að fara í stríð gegn Rússlandi – Útvarp Saga

0
18
stridsaesingamadurinn-lindsey-graham-hvetur-bandarikin-ad-fara-i-strid-gegn-russlandi-–-utvarp-saga

Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham segir, að Bandaríkin verði að skjóta niður rússneskar herþotur eftir að bandarískur njósnadróni brotlenti í Svarta hafinu, þegar rússnesk herþota hafði „náið samband.“ Graham er að skapi að etja Bandaríkjunum í tilgangslaust stríð við Rússland sem myndi enda með kjarnorkuhelför fyrir mannkyn. Á myndbandi neðar á síðunni sést hvernig rússneska þotan losar eldsneyti yfir drónann. Pentagon birti myndbandið sem myndavélar drónans tóku upp. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur lagt til að skotið verði á rússneskar orrustuþotur sem stöðva bandaríska dróna, eftir að einni slíkri viðureign lauk með því að MQ-9 Reaper steyptist í Svartahafið á þriðjudag. Gamli stríðshaukurinn sagði í viðtali við Fox News (sjá tíst neðar á síðunni):

„Hvað myndi Ronald Reagan gera núna? Hann myndi byrja að skjóta niður rússneskar flugvélar, ef þær væru að ógna eignum okkar.“

Vopnaðir drónar eiga ekkert erindi Pentagon hefur sakað rússneska herflugmenn um glannalegt flug nálægt drónanum, sem fullyrt var að væri í eftirlitsleiðangri nálægt Krím. Á einum tímapunkti var sagt, að Su-27 herþota Rússlands hafi rekist á skrúfu Reaper með þeim afleiðingum að flygildið fór í sjóinn.

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur neitað fréttum um árekstur og fullyrðir að dróninn hafi farist eftir að hafa framkvæmt harkalega beygju. Dmitry Polyansky, fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir atburðinn hættulegt athæfi Bandaríkjanna. Sendiherra Moskvu í Bandaríkjunum, Anatolí Antonov, telur ekki að bandarískir drónar sem geta borið vopn, eigi ekki neitt erindi við landamæri Rússlands.

Hér fyrir neðan má heyra ummæli Grahams og þar fyrir neðan myndband úr myndavél drónans:

Lindsey Graham calls for the US military to launch WWIII, shooting down Russian planes, in retaliation for the heinous attack on the US homeland that actually took place thousand of miles away over the Black Sea and cost zero American lives. pic.twitter.com/QKNTOzO0Ci

— Max Blumenthal (@MaxBlumenthal) March 16, 2023