6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Stuðningsmenn Arsenal fúlir að fá ekki miða – Miðasölusíðan hrundi

Skyldulesning

Áhorfendur verða leyfðir á leik Arsenal og Rapid Vienna í Evrópudeildinni sem fram fer 3. desember á heimavelli Arsenal.

Miðasala hófst í morgun en aðeins 2000 áhorfendur verða leyfðir á völlinn sem tekur yfir 60.000 manns í sæti.

Stuðningsmenn Arsenal urðu margir fyrir vonbrigðum þegar þeir reyndu að kaupa miða í morgun. Nokkrir létu vonbrigði sín í ljós á Twitter.

Einn sagði: „Svo niðurbrotinn – Ég hef beðið í níu mánuði eftir því að horfa á Arsenal á Emirates – Ég fæ tækifæri til að fá miða og síðan hrynur svo ég kemst ekki inn. Ég kemst loksins inn og þá eru allir miðar farnir.“

Annar sagði: „Hey Arsenal. Ég komst fremst í röðina til að fá miða og þá hrundi kerfið nokkrum sinnum og sparkaði mér úr röðinni…hvað geri ég nú?“

Stuðningsmenn Arsenal hafa ekki fengið að mæta á völlin síðan í mars. Sóttvarnaraðgerðir á Englandi verða mildaðar 2. desember sem gerir nokkrum félögum kleift að hleypa áhorfendum á völlinn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir