Stuðningsmenn United óttast það versta – Sjáðu myndina sem eiginkona Bruno birti í kvöld – DV

0
176

Stuðningsmenn Manchester United óttast að Bruno Fernandes verði lengi frá eftir að eiginkona hans birti mynd af honum í kvöld.

Bruno meiddist í sigri United á Brighton í undanúrslitum enska bikarsins í gær. Meiðsli miðjumannsins eru á ökkla.

Bruno fékk högg á ökklann snemma leiks og vildi læknateymi United taka hann af velli, miðjumaðurinn frá Portúgal heimtaði hins vegar að spila áfram.

Í framlenginu var hins vegar ákveðið að taka Bruno af velli og hann yfirgaf Wembley haltrandi í gærkvöldi.

Þá eru hækjur fyrir framan og stór hlífðarskór sem verndar það að Bruno noti ökklann.

Eiginkona birtir svo mynd af honum í dög þar sem spelka er um ökkla hans og miðjumaðurinn er með löppina ofan á koddum.

Enski boltinn á 433 er í boði