4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

„Stundum eru bara engin önnur úrræði“

Skyldulesning

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.
Vísir/vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna.

Að mati Katrínar hafi verið reynt til þrautar að ná saman við samningaborðið en það hafi ekki tekist. Það hafi verið ljóst þegar flugvirkjar höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gærkvöldi að ekki yrði lengra komist að svo stöddu.

Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara í gær sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til loka næsta árs.

„Síðan er það hitt sjónarmiðið, sem réttlætir þessa lagasetningu, og það er í raun sú staða sem uppi er gagnvart öryggi sjófarenda og ferðalanga á landi með þyrlur Landhelgisgæslunnar lamaðar vegna vinnudeilu.“

Katrín segir aldrei ánægjulegt að þurfa að setja lög á verkföll. Hún hafi þó áður tekið þátt í slíkri lagasetningu og miðað við stöðu mála nú hafi ekkert annað verið í boði.

„Það er auðvitað þannig að stundum eru bara engin önnur úrræði í stöðunni. Ég tel að þessi deila hafi verið á þeim stað, og hún hafi það alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir öryggi almennings, að það réttlæti þetta.“

Stefnt er að því að klára umræður um frumvarpið á Alþingi í kvöld, en það er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. 


Tengdar fréttir


Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar.


Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.


Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir