4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Stunginn í Vallarhverfi

Skyldulesning

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um óeðlilega hegðun í fjölbýlishúsi í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að karlmaður var með stunguáverka en hann hafði flúið inn í húsið undan árásaraðila. Maðurinn er ekki talinn vera í lífshættu en hann liggur nú á sjúkrahúsi. Málið er í rannsókn.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Lækjargötu í Hafnarfirði. Ökumaður bifreiðarinnar flúði af vettvangi en síðar kom í ljós að bifreiðin var stolin. Hún skemmdist lítillega.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir