9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Stútaði 85 milljóna króna bíl sínum – Sjáðu myndirnar

Skyldulesning

Knattspyrnumaðurinn Paulinho frá Brasilíu þarf að finna sér nýjan bíl eftir að hafa stútað McLaren bifreið sinni.

Paulinho keyrði þennna 85 milljóna króna bíl beint á tré en hann missti stjórn á bílnum á blautum vegi.

Paulinho er 27 ára gamall en hann leikur með Shanghai Port í Kína.

Um er að ræða McLaren 600LT bifreið sem er mjög vinsælt ökutæki á meðal ríka og fræga fólksins.

Bíllinn endaði á tré og er gjörónýtur en Paulinho og eiginkona hans sluppu ómeidd.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir